Blanda - 01.01.1924, Blaðsíða 227
221
læknislist og philosopheraSur heims vísdómur, sem
sin aSskiljanleg nöfn og tegund hefur meöal læröra
manna (s.cil.: Poésis, Logica,Physica,Metaphysica),
og fylgdu þessu öllu mikil handverkslist og hag-
leiksgáfa í sérhverju, sem hann hönd á lagöi. Meö
j)essu öllu svo af guði tilbúinn meö sjálfs ástund-
an og alls góðs eptirleitni, má hann einn með mestu
mannvölum telja, hvar hans nafns og góðs frarn-
ferðis getið verður. Og með svo loflegum undir-
búningi kallaði guð hann til tveggja heiðurlegra
höfuðstétta: kennimannsskapar og hjónabandsins
(sem áður er sagt í hans lífssögu), í hverjum báð-
um hann stóð með allri kostgæfni sem trúlyndum
jænara guðs vel sómdi x allan máta. Hans kenning
var valin úr guðsorði, hrein, einföld, skiljanleg,
opinská, bæði fyrir unga og garnla, í lærdómum,
áminningum, huggunum, heilræðum við sín tiltrú-
uð sóknarbörn sem góðum guðsþjónustumannibyi-j-
ar og hæfir, lagði þar til iðulega bænargerð kveld
og morgna, utan kirkju og innan, gefandi þar
með öllum góð eptirdæmi í öllum stöðum, að ákalla
nafnið drottins; eins á sama hátt í því sem hjóna-
bandsstéttinni og hjúskapnum viðkom, hagaði hann
sér við sína æruprýdda og elskulega ektakvinnu,
börn og hjú eptir réttri guðsorða reglu: í elsku-
atlæti, spaklyndi, og stilltri glaðværð í umgengn-
inni, en þolinmæði í amasemdum og mótblæstri,
sem þeirri stétt optast fylgir. Hér með var hann,
bæði í kennimannsskapnum og 'hússtjórninni siða-
vandur og tilhlutunarsamur, að allt skyldi vel, ó-
straffánlega og án ills framferðis til ganga guði
til dýrðar, en sérhverjum, sem hann átti yfir að
scgja, til beztu heillanota, tímanlega og eilíflega.
Og með svoddan framferði framleiddi hann sinn