Blanda - 01.01.1924, Blaðsíða 41
35
lítið annað, stó eg af baki og settist niður á þúfu,
en vildi ekki heim eða inn í hús fara, sem eg átti
þó ærinn kost á, en svo leiddist til, að eg fór inn
i bæinn, en hestur minn stóð úti fyrir, en hinir 3
hestarnir runnu leið sína inn á bóginn. Þegar eg
kom í baðstofu, settist eg á rúm hjá öðru fólki, og
Ólafur áðurnefndur var þar inni líka, einnig Evert
bóndi* 1) og Jón og kvenfólk. Á meðan á þessu stóð
fór Jón Jónsson að b)óða mér keypta kú, og
mætti eg velja um tvær, aðra unga en hina eldri;
átti sú yngri í orði að kosta 15 spesíur, en sú eldri
12. Þessu tók eg ekki fjarri, samkvæmt þörf minni^
og leiddist því til, að eg ætlaði að ganga að kaup-
unum á þeirri dýrari kúnni. Uppá þennan kaupgern-
ing heyrðu allir, sem viðstaddir voru í baðstofunni
og Evert lét sitt samþykki til kaupanna; átti sú
kýrin að kosta, eins og áður er sagt, helming full-
an í peningum, en það, sem peninga brysti, í höndl-
un. Að þessu búnu taldi eg í hönd Jóni upp á 9
spesíur i danskri peningamynt, en þegar Jón var
búinn að taka i hönd sér talda peninga, segir Evert,
að hann enganveginn megi strax kúna missa fyr en
seinna, og færir ýms tormerki til, en kona sín vilji
heldur hina kúna missa sökum barns, er hún hafði
á hendi. Að þessum orðum mæltum af Evert grípur
Jón lófanum utan um peningana og hleypur burt.
Af þessum orsökum þótti mér ekki fagurt ástand
mitt, og þetta sáu þeir Ólafur og Evert. Eptir lítinn
tima kemur Jón aptur, og fór eg með hægð að
kalla að honura peninga mina, þar eg ætti ekki
lengur að njóta kaupgernings á kúnni hvorugri, og
1) Evert Jónsson og Aðalbjörg Eiríksdóttir bjuggu þá
i Mýrakoti, en brugðu búskap 1846, og skildu samvistir;
fór Evert þá í vinnumennsku að Fjósum i Svartárdal.
3*