Blanda - 01.01.1924, Blaðsíða 59
53
um hér við lancl. Danir höfðn síðan tögl og hagldir
á Básendum rúma hálfa aðra öld.
Básendaflóðið. Arið 1799, i náttmyrkri 9. janúar
og fárviðri af s.v., gekk á suður- og vesturströnd ís-
lands, víðlendara og stórtækara sjáíarflóð, en sögur
fara af hér á landi. Flóðið og veðrið gerði usla og tjón
afarmikið, á skipum, húsum, gripum, vörum, túnum,
görðum og mannvirkjum, mest frá Djórsá og allt vest-
ur um Snæfellsne3. Taldist svo til, að 187 bátar og
skip hefðu skemmzt mjög mikið, og flest molbrotnað.
Kirkjurnar fuku á Hvalsnesi og á Nesi við Seltjörn,
hún molbrotnaði. En í Kirkjuvogi og á Kálfatjörn bil-
uðu kirkjurnar. Breið,.fremsti bærinn á Akranesi, eyði-
lagðist alveg, bæði húsin og túnið. í Staðarsveit urðu
uokkrar jarðir óbyggilegar. Verzlunarhúsið fauk í Ól-
afsvik, og Búðakaupstaður skemmdist mikið. Á Eyrar-
bakka braut flóðið vöruhús. Flutu úr því viðir og vör-
ur upp aðElóagafli og víða um Breiðumýri. Sjór gekk
þar í marga bæi, og á Bakkanum fórust 9 nautgripir,
63 hross og 58 kindur. — Seltjarnarnes varð eyja í
flóðinu, svo ekki varð komizt þaðan til Reykjavíkur.
Á Básendum tók þó út yfir allan þjófabálk. Þar drukkn-
aði kona, og brotnaði '611 byggingin.
Margir ágætir höfundar hafa ritað um flóð þetta:
M. St. (Minnisv.tíð II, 106), J. Esp. (Árb. IX, 96), Þ. Th.
(Andv. 29. ár. 33, Lýsing ísl. I, 28, Árferði 193), J.
Aðils (Einok. 269) og Br. J. (Árbók fornl.fél. 1903, 40).
Sá er þó höfuðgalli á frásögn þessara fróðu og mætu
manna, að enginn hefur þekt frumheimildina um eyð-
ing Básenda, sem flóðið er þó alltaf kent við. Hefur
þvi viljað ruglazt nokkuð frá réttu umsögn þeirra um
þennan forna kaupstað1).
1) Ofhermt t. d„ að húsin öll á Básendum liaíi sópazt
burt. Ártalið ruglast hjá M. St. í 1798 (og eptir þvi hjá