Eimreiðin - 01.04.1924, Blaðsíða 40
168
VINNUHUGVEKjA
EIMREIÐIN
Nú skyldu menn aetla, að hvar sem bær eða íbúðarhús með
eldhúsi er bygt, þar væri fyrirfram öllu hnitmiðað niður með
það fyrir augum að spara sem flest óþarfasporin við vinnuna.
Sá, sem gerir eldhús svo úr garði, að eldastúlkan verður
stöðugt að þeytast úr einu horninu í annað við verk sitt, i
stað þess að færa sig aðeins um skref, hann hefur lagt eins
konar erfiðisskatt á allar stúlkur, sem þar starfa, alla þá tíð,
sem húsið stendur óbreytt. Þótt hann hvili í gröf sinni, heldur
hann áfram að snúa þeim ótal óþarfa króka, eins og draugar
villa ferðamenn í hríðum á heiðum uppi. Reimleikar van-
hugsaðra verka eru ekki betri en aðrir, því að það kostar
bæði fé og fyrirhöfn að koma þeim af.
Ohentug húsaskipun og tæki eru eins konar erfðasyndir.
En svo eru þær syndir, sem eiga upptök sín hjá verkamann-
inum sjálfum og spretta af hugsunarleysi hans. Stúlka er að
sópa stofur í húsi þar sem hægt er að ganga áfram hringinn,
úr einni stofunni í aðra. Hafi hún nú þá aðferð að fara með
sorpið úr hverri stofu fyrir sig á sinn stað jafnóðum, í stað
þess að halda áfram herbergi úr herbergi og bera sorpfötuna
með sér, þá ^er auðsætt, að hún gengur margfalt lengri leið
við verk sitt en hún þyrfti. Af presti einum austanfjalls er
sagt, að hann hafði þann sið að fara altaf í kaupstaðinn eftir
einum hlut í senn, jafnvel þó að ekki væri annað en eldspýtur.
Og margur mun leika slíkt í smærri stíl, t. d. fara tvisvar 1
sama herbergið eftir smámunum, sem vel mátti taka í sömu
ferð, af því að menn hafa ekki hugfast »að gera eina ferðina«-
I grein um fiskvinnu (»Ægir«, júlí 1917) hef ég bent á, hve
hagkvæmt það mundi að marka í eitt skifti fyrir öll fyr,r
hverjum stakk og reitnum, sem honum fylgir, til að spara það
erfiði, sem hlýst af því þegar stakkar eru rangt settir á reitina
og þá umhugsun, sem annars þarf í hvert skifti við að breiða
fiskinn og taka saman, en ekki hafa verksfjórar vorir haft vit
né vilja til að koma þessu í framkvæmd.
Svo mikilsvert sem það nú er að spara. sér vegalengdir i
þær áttir, sem áttavitinn sýnir, þá er hift ekki minna vert að
spara sér óþarfar hreyfingar upp og niður og það erfiði, sem
leiðir af óþægilegum líkamsstellingum. Auðsætt er t. d., hve
miklu óþörfu erfiði það veldur, ef eldhúsborð, eldavél, vaskur