Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1924, Blaðsíða 24

Eimreiðin - 01.04.1924, Blaðsíða 24
152 EINAR BENEDIKTSSON EIMREIÐIM í íyrstu bók hans koma í Ijós næsta glögglega þær skáld- hugðir, sem jafnan síðan hafa markað ljóð hans dýpra, fastar með hverri nýrri bók. Þannig er hann í margbreytni sinni engum líkur nema sjálfum sér. Og þó hann yrki um himininn og alt sem er undir himninum, þá er hann samt íslenskari i list sinni en flest eða öll skáld okkar önnur. ísland og íslensk náttúra, íslensk, norræn skapgerð og lífshorf, íslensk tunga, fortíð og framtíð — það eru kærustu og frjóustu yrkis- efni hans. Um þær mundir er hann gaf út fyrstu bók sína, stóð um hann styr allmikill. Hann var of frumlegur og ramur, of nýstárleg- ur, of djarfur hugsjónamaður og hvass í máli, til þess að hafa fylgi fjöldans. Hann átti snemma marga óvildarmenn og nokkra aðdáendur. Þannig verður skiljanleg barátta sú, sem síðan hefur staðið um nafn hans, hljóðlega lengstum, en jafnt og þétt. Þeirri baráttu er langt frá lokið í raun enn, þótt hann sé nú eftir tuttugu og fimm ár viðurkent höfuðskáld hinnar íslensku þjóðar. Því miklu lengur verða hugsjónir hans að rætast í vilja og hughorfi lýðsins. — Ódýr sfrengur aldrei sleginn, úö ei blandin lágri kend, málsins glóð í minni brend, máttur orðs og hugar veginn. — — Þannig lýsir Einar Benediktsson hinni fornu óðlist íslands. En list sjálfs hans er líka best lýst þannig. í dag er hann skáldkonungur Islands vegna þess, að hann er langmestur lisíamaður íslenskra skálda. En það, sem varðveitir konungs- tign hans um langan aldur meðal óborinna skáldætta, er það, að hann reisir hið hálffallna merki vorrar fornu skáldmentar, með dýpra skilningi og betri tökum á því, sem er kjarni vorr- ar þjóðlegu menningar —: óðlistinni. Fyrsti væringinn í nýj- um sið. Fyrsta hirðskáldið á öld lýðvaldsins. Um langan aldur eru æðstu draumarnir um framtíð þjóðar vorrar tengdir hans nafni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.