Eimreiðin - 01.04.1924, Blaðsíða 19
-IMREIÐIN
EINAR BENEDIKTSSON
147
crangurslaust — sjálfan sig. Heima á bænum verður fyrir
^anni hin sama makt myrkranna:
Ogæfu þrungin og ygld á brá
sig yfir húsþekjur breiðir
dauðamóksvættur, er drungann frá
dauflegri óttu seiðir.
Undan fargi þessa ógæfu drunga brýst svo skyndilega fram
°9nin viðnámslaus, yfirlúkandi, ráðlaus —:
Hvert mannsbarn vaknar og horfir í húm.
Enn er hrópað í ógn og trylling.
Líkamir naktir rúm við rúm
rfsa í titrandi hrylling.
Skelfingar áhrif hinnar ramauknu þjóðsögu fá styrk og fyll-
ln9u, nýtt magn af listborinni framsetning kvæðisins, sem er
nærri eins dæmi.
I kvæðinu Skýjafar dregur skáldið upp mynd drungalegs ó-
^ðurkvelds við Trasimenusvatnið — hinn forna vígvöll Hanni-
Dals. Hinn dapurlegi blær sennunnar leiðir hugann beint að
,ragiskum örlögum fornhetjunnar. Áhrifin eru sterk og sam-
fara —:
Vatnsins djúpu andvörp óma
yfir vígvöll Hannibals.
Brimföll í þess ekka hljóma
eins og flótti í kveini vals.
Sem um torg frá borg til b.orgar
berist hraðfrétt slysa og sorgar
storms fer gnýr frá strönd til fjalls.
Lýsingar Einars Benediktssonar af hámenning tímans og
stórmerkjum hennar illum og góðum styðst við þessa sömu
lsí- Þannig gefur hann okkur myndir, sem eru öldungis ein-
stakar í bókmentunum. Tempsá, Kirkjan í Milano, Sólarlag,
"larsmidjur o. fl. Hér er ný braut rudd og glæsilega af
stað farið. Ekki verður annars vart en að tungan reynist hon-
Uln töm þótt viðfangsefnin séu óvanaleg. Má þar til nefna
"'Vasðið Dísarhö/I, þar sem hann lýsir leik hljómsveitar í einni
st®rstu sönghöll heimsins —:
1 básúnum stynur nú stormsins andi,
og stórgígjan drynur sem brimfall á sandi.
I trumbu er bylur með hríðum og hviðum,