Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1924, Blaðsíða 8

Eimreiðin - 01.04.1924, Blaðsíða 8
136 EINAR BENEDIKTSSON eimreiðin hinum fyrstu þroskatímum —: í lýðríki orðlistarinnar yrkir og orðar hver og einn í samræmi við sitt eigið insta eðli fyrs* og fremst. Hinn frjói æskukraftur menningarinnar skapar sín* ar heildir og nauðsyn lífsins. Svo kveður skáldið í Hávamálum: Orö mér af orði orðs leitaði verk mér af verki verks. Engin stefna — enginn skóli. Bara vöxtur, þroski, sem ekki veit af sér. Þaðan stafar svo alþjóðarsniðið á fornbókmentum 'Islands. Hverir hafa orkt Eddukvæðin, eða ritað íslendinga* sögur? Það veit enginn. Hvers vegna geymdust þá nöfn kon- ungasagnahöfundanna og höfunda dróttkvæðanna? Skólarnm geyma sín nöfn! Það er þá fyrst er söngvarinn gerist hirð- skáld og sögumaðurinn sagnfræðingur, að hann fær sitt nafn og sína sérstöku minningu. Eins og hin gotnesku steinmusterm máttarverk hjartaheitra, skygnra kynslóða — þannig eru bók- mentir vorar hinar fornu bornar frani af ókendum höndum, af fylling æskukrafta auðugrar menningar. Mikilfenglegar og furðulegar — brotalausar, einfaldar og tignar. Eins og nátt- úrusmíð, sem lætur verk einstaklingsins hverfa í duftið. Þjóðskáld er vegleg nafnbót og al-íslensk hugsun og sýnir skemtilega náið samband alþýðunnar og skáldmentanna. I út- löndum er orðlist — og óðlist einkum — lítt við alþýðu hæfi- En enn í-dag eru ljóð lærð af öllum landslýð hér heima, og sú fornfagra íþrótt, að kunna að yrkja, á enn marga snjalla iðkendur víðsvegar um bygðir þessa lands. Þegar þess er gaen> að skáldskapur er rekinn eins og hver annar iðnaður í stóru löndunum með auglýsingafargani og öðrum kaupbrögðum, sést fljótt aðstöðumunur íslenskrar og erlendrar skáldmentar. Þar er skáldið starfsmaður útgáfunnar, einn liður í stóriðnaði, þar sem auglýsingin er höfuðliðurinn — eins og Stephan G. Ste- phansson kveður um eitt slíkt höfuðskáld — : Af bóksala bænsku hann komst svo í móð. Menn keyptu hans nafn —■ ekki bók sem var góð. Það má einu gilda, þótt það sé ekki af tómendis hugsýni, a^ hér helst enn hið forna sjálfstæði skáldmentanna. Hér hafa þær ekki haft neina þvögu til þess að lækka sig fyrir í hagn- aðarskyni, þótt nokkur breyting virðist hafa á því orðið hiu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.