Eimreiðin - 01.04.1924, Side 8
136
EINAR BENEDIKTSSON
eimreiðin
hinum fyrstu þroskatímum —: í lýðríki orðlistarinnar yrkir og
orðar hver og einn í samræmi við sitt eigið insta eðli fyrs*
og fremst. Hinn frjói æskukraftur menningarinnar skapar sín*
ar heildir og nauðsyn lífsins. Svo kveður skáldið í Hávamálum:
Orö mér af orði
orðs leitaði
verk mér af verki verks.
Engin stefna — enginn skóli. Bara vöxtur, þroski, sem ekki
veit af sér. Þaðan stafar svo alþjóðarsniðið á fornbókmentum
'Islands. Hverir hafa orkt Eddukvæðin, eða ritað íslendinga*
sögur? Það veit enginn. Hvers vegna geymdust þá nöfn kon-
ungasagnahöfundanna og höfunda dróttkvæðanna? Skólarnm
geyma sín nöfn! Það er þá fyrst er söngvarinn gerist hirð-
skáld og sögumaðurinn sagnfræðingur, að hann fær sitt nafn
og sína sérstöku minningu. Eins og hin gotnesku steinmusterm
máttarverk hjartaheitra, skygnra kynslóða — þannig eru bók-
mentir vorar hinar fornu bornar frani af ókendum höndum, af
fylling æskukrafta auðugrar menningar. Mikilfenglegar og
furðulegar — brotalausar, einfaldar og tignar. Eins og nátt-
úrusmíð, sem lætur verk einstaklingsins hverfa í duftið.
Þjóðskáld er vegleg nafnbót og al-íslensk hugsun og sýnir
skemtilega náið samband alþýðunnar og skáldmentanna. I út-
löndum er orðlist — og óðlist einkum — lítt við alþýðu hæfi-
En enn í-dag eru ljóð lærð af öllum landslýð hér heima, og
sú fornfagra íþrótt, að kunna að yrkja, á enn marga snjalla
iðkendur víðsvegar um bygðir þessa lands. Þegar þess er gaen>
að skáldskapur er rekinn eins og hver annar iðnaður í stóru
löndunum með auglýsingafargani og öðrum kaupbrögðum, sést
fljótt aðstöðumunur íslenskrar og erlendrar skáldmentar. Þar
er skáldið starfsmaður útgáfunnar, einn liður í stóriðnaði, þar
sem auglýsingin er höfuðliðurinn — eins og Stephan G. Ste-
phansson kveður um eitt slíkt höfuðskáld — :
Af bóksala bænsku hann komst svo í móð.
Menn keyptu hans nafn —■ ekki bók sem var góð.
Það má einu gilda, þótt það sé ekki af tómendis hugsýni, a^
hér helst enn hið forna sjálfstæði skáldmentanna. Hér hafa
þær ekki haft neina þvögu til þess að lækka sig fyrir í hagn-
aðarskyni, þótt nokkur breyting virðist hafa á því orðið hiu