Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1924, Blaðsíða 38

Eimreiðin - 01.04.1924, Blaðsíða 38
166 VINNUHUGVEKJA EIMREIDlN Danaosdætra í undirheimum. Grikkir trúðu því, að þær hefðu verið dæmdar til að ausa vatni með götóttri ausu í kerald, sem lak því öllu samstundis. Það var refsing, og kemur þar sú skoðun fram, að manneðlinu sé það kvöl og þraut að vinna verk, sem ekki sér árangur af stundinni lengur, og að varanlegur árangur sé eitt af því, sem gefur vinnunni gild* 1 augum verkamannsins. En svo er um hvert mál sem það er virt. Vér gætum hvort heldur vildi lýst þessari stöðugu baráttu kvenna svo, að þær séu að berjast við óhreinindin, eða að þær séu að berjast fyrir hreinleikanum. Eg kýs heldur síðara orðalagið, vegna þess að hreinleikinn er bæði fagur og heilsu- samlegur eiginleiki. Hann er takmark, sem allir verða að dást að og finna að mikið má leggja í sölurnar fyrir. Hann er vinur, sem verið er að vernda gegn aðsókn óvinarins, óhrein- indanna, er reyna að setja blett á alt, sem hreint er og faS' urt. Baráttan fyrir hreinleik gegn óhreinindum endar aldrei, fremur en baráttan fyrir sannleik gegn ósannindum. Það eru hin sönnu Hjaðningavíg. Frá þessu sjónarmiði geta jafnvel þau verkin, sem auvirðilegust eru talin, fengið nýjan fjóma 1 augum vorum og orðið ljúfari að vinna en áður. Konan, sem sópar gólfið eða þurkar rykið af, er hetja, sem berst hinm góðu baráttu. Hún er hin sanna Sigyn, er heldur á mund- lauginni, svo að eitrið drjúpi ekki í andlit manns hennar. Þo að eitthvert starf virðist að eins helgað líðandi stund og hverfa sporlaust í tímans djúp, þá getur sígild hugsjón ljómað á þvl eins og regnboginn á fossinum. 011 líkamleg störf eru fólgin í hreyfingum. Hreyfingar vorar eru ýmist hreyfing líkamans úr einum stað í annan, eða hreyfingar lima vorra, án þess að líkaminn í heild sinni færist úr stað. Þá kemur og til greina, í hvaða stellingum unnið er, hvort maður situr eða stendur, er beinn eða boginn o. s. frV- Lítum t. d. á matreiðslu. Vér getum greint það starf í fjóra aðalþætti: 1. Taka efnin í matinn á geymslustað þeirra og flytja þau a eldhúsborðið. 2. Búa þau þar undir suðu. 3. Setja þau í suðutækin og hagræða þeim þar. 4. Taka matinn úr suðutækjunum og ganga frá honum 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.