Eimreiðin - 01.04.1924, Qupperneq 38
166
VINNUHUGVEKJA
EIMREIDlN
Danaosdætra í undirheimum. Grikkir trúðu því, að þær hefðu
verið dæmdar til að ausa vatni með götóttri ausu í kerald,
sem lak því öllu samstundis. Það var refsing, og kemur þar
sú skoðun fram, að manneðlinu sé það kvöl og þraut að
vinna verk, sem ekki sér árangur af stundinni lengur, og að
varanlegur árangur sé eitt af því, sem gefur vinnunni gild* 1
augum verkamannsins. En svo er um hvert mál sem það er
virt. Vér gætum hvort heldur vildi lýst þessari stöðugu baráttu
kvenna svo, að þær séu að berjast við óhreinindin, eða að
þær séu að berjast fyrir hreinleikanum. Eg kýs heldur síðara
orðalagið, vegna þess að hreinleikinn er bæði fagur og heilsu-
samlegur eiginleiki. Hann er takmark, sem allir verða að dást
að og finna að mikið má leggja í sölurnar fyrir. Hann er
vinur, sem verið er að vernda gegn aðsókn óvinarins, óhrein-
indanna, er reyna að setja blett á alt, sem hreint er og faS'
urt. Baráttan fyrir hreinleik gegn óhreinindum endar aldrei,
fremur en baráttan fyrir sannleik gegn ósannindum. Það eru
hin sönnu Hjaðningavíg. Frá þessu sjónarmiði geta jafnvel
þau verkin, sem auvirðilegust eru talin, fengið nýjan fjóma 1
augum vorum og orðið ljúfari að vinna en áður. Konan, sem
sópar gólfið eða þurkar rykið af, er hetja, sem berst hinm
góðu baráttu. Hún er hin sanna Sigyn, er heldur á mund-
lauginni, svo að eitrið drjúpi ekki í andlit manns hennar. Þo
að eitthvert starf virðist að eins helgað líðandi stund og hverfa
sporlaust í tímans djúp, þá getur sígild hugsjón ljómað á þvl
eins og regnboginn á fossinum.
011 líkamleg störf eru fólgin í hreyfingum. Hreyfingar vorar
eru ýmist hreyfing líkamans úr einum stað í annan, eða
hreyfingar lima vorra, án þess að líkaminn í heild sinni færist
úr stað. Þá kemur og til greina, í hvaða stellingum unnið er,
hvort maður situr eða stendur, er beinn eða boginn o. s. frV-
Lítum t. d. á matreiðslu. Vér getum greint það starf í fjóra
aðalþætti:
1. Taka efnin í matinn á geymslustað þeirra og flytja þau a
eldhúsborðið.
2. Búa þau þar undir suðu.
3. Setja þau í suðutækin og hagræða þeim þar.
4. Taka matinn úr suðutækjunum og ganga frá honum 1