Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1924, Page 24

Eimreiðin - 01.04.1924, Page 24
152 EINAR BENEDIKTSSON EIMREIÐIM í íyrstu bók hans koma í Ijós næsta glögglega þær skáld- hugðir, sem jafnan síðan hafa markað ljóð hans dýpra, fastar með hverri nýrri bók. Þannig er hann í margbreytni sinni engum líkur nema sjálfum sér. Og þó hann yrki um himininn og alt sem er undir himninum, þá er hann samt íslenskari i list sinni en flest eða öll skáld okkar önnur. ísland og íslensk náttúra, íslensk, norræn skapgerð og lífshorf, íslensk tunga, fortíð og framtíð — það eru kærustu og frjóustu yrkis- efni hans. Um þær mundir er hann gaf út fyrstu bók sína, stóð um hann styr allmikill. Hann var of frumlegur og ramur, of nýstárleg- ur, of djarfur hugsjónamaður og hvass í máli, til þess að hafa fylgi fjöldans. Hann átti snemma marga óvildarmenn og nokkra aðdáendur. Þannig verður skiljanleg barátta sú, sem síðan hefur staðið um nafn hans, hljóðlega lengstum, en jafnt og þétt. Þeirri baráttu er langt frá lokið í raun enn, þótt hann sé nú eftir tuttugu og fimm ár viðurkent höfuðskáld hinnar íslensku þjóðar. Því miklu lengur verða hugsjónir hans að rætast í vilja og hughorfi lýðsins. — Ódýr sfrengur aldrei sleginn, úö ei blandin lágri kend, málsins glóð í minni brend, máttur orðs og hugar veginn. — — Þannig lýsir Einar Benediktsson hinni fornu óðlist íslands. En list sjálfs hans er líka best lýst þannig. í dag er hann skáldkonungur Islands vegna þess, að hann er langmestur lisíamaður íslenskra skálda. En það, sem varðveitir konungs- tign hans um langan aldur meðal óborinna skáldætta, er það, að hann reisir hið hálffallna merki vorrar fornu skáldmentar, með dýpra skilningi og betri tökum á því, sem er kjarni vorr- ar þjóðlegu menningar —: óðlistinni. Fyrsti væringinn í nýj- um sið. Fyrsta hirðskáldið á öld lýðvaldsins. Um langan aldur eru æðstu draumarnir um framtíð þjóðar vorrar tengdir hans nafni.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.