Eimreiðin - 01.01.1940, Qupperneq 19
eimiieiðin
Sigurgeir Sigurðsson biskup:
Við líkbörur
Einars skálds Benediktssonar.
„Svo breiddist út fang svo bjart og sterkt,
sem bar hann svo iiátt upp í daginn mikla.“
I dag sameinast íslenzka þjóðin döpúr við líkbörur hugljúfs
fallins sonar — við kistu Einars Benediktssonar. Til minningar
unt hann komum vér viðkvæmum huga — og þakklát fyrir
gjöfina, sem hann gaf þjóð vorri — hina miklu fjársjóðu and-
ans, sem inölur og ryð fá ekki eytt.
Pallinn, dáinn. Mér finst þessi orð hljóma svo undarlega við
kistu hans. Og það er von. Því hann er ekki dáinn. Einnr Bene-
diktsson deijr ekki. — Fallinn. Já, það er satt. Ellin kemur öll-
um á kné. Hinn ytri dauði þyrmir engum. „Hann liggur á bör-
um við línið bleikt.“ Svo verður það eitt sinn um oss öll. Lík-
Ifistan er ímynd og tákn þess, sem eitt sinn á að ske í lífi okkar
ullra. Sá, sem fæðist inn í þennan heim, verður að hverfa héð-
an aftur. Einn af rithöfundum þessa lands, sem nýlega er
horfinn af sjónarsviðinu, lét svo um mælt, að hann hefði oft-
s>nnis hugsað um latnesku orðin „exeunt omnes“ — allir fara
ut -— sem skráð væru í leikslok leikrita Shakespeares. „Ex-
eunt omnes“. Við förum öll — hverfum öll út af leiksviði lífs-
nis. Og vissulega eru þetta athyglisverð og alvarleg augnablik,
l)egar samferðamenn vorir eru að hverfa oss sjónum, og ekki
S1zt er þeir hverfa, sem áttu rödd, er oss var ljúft að hlusta á,
sem greip hugann og lyfti honum upp frá hinu hversdagslega,
^útæka og smáa, upp á ný sjónarsvið, upp í æðri hugheima
°g draumalönd. — Já, þessi dagur er alvörudagur. Svanurinn
er bagnaður — svanurinn, sem söng svo fagran söng um ís-
land, þjóð vora, mannlífið. Hann, sem átti auga sjáandans,
sem sá upp úr öllu hinu jarðneska og jarðbundna, upp í æðri
beinia — og lienti oss þangað. — Nei -— hann deyr ekki. „Sá
^eyr ei, sem heimi gaf lífvænt ljóð“. Ljóð hans lifa — lifa