Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1940, Page 22

Eimreiðin - 01.01.1940, Page 22
8 VIÐ LÍKBÖRUR EIMREIÐIN Ljóð hans sýna, að hann átti þrá eftir að rétta hluta þess, sem minni máttar var í viðskiftunum við lífið og mennina. Hann sá í anda bjartari tíma renna upp fyrir lítilmagnanum. Líf hans var alt óvenju stórbrotið. Gáfurnar voru glæsilegar, hugmyndaflugið og skáldandinn svo stór, að vafasamt er að nokkur íslendingur hafi átt meira flug andans en hann. Þess vegna bar svo hátt á honum, bæði í orðum hans og athöfnum og í gleðinni. Hann bar alveg sérstaklega hlýjan hug til ís- lenzkra stúdenta og hefur á margan hátt sýnt það og siðast með ómetanlegum gjöfum til Háskóla vors. í hópi stúdenta undi hann sér einkar vel. Hann hafði sjálfur átt þrá stúdents- ins og skildi hana og eins og hann sæi von íslands í auga og svip hins unga menntamanns. Það var hátíðleg og óglevm- anleg stund, er hann eitt sinn flutti konungi íslands kvæði, umkringdur hundruðum islenzkra stúdenta hér í Reykjavík, glæsilegur að ytri ásýnd og atgervi andans. Það valt á ýmsu með hinn ytri auð, en í anda var hann ríkur, svo ríkur' að hann hefur auðgað þjóð sína að andlegum verðmætum, sem aldrei verða fullþökkuð. Hér í jafn stuttu máli, er ekki unt að lýsa þeirri gjöf nema að svo litlu leyti. Það er þessi gjöf, sem allir íslendingar þakka í dag og halda áfram að þakka um komandi ár og aldir. í ljóðum hans eru glitrandi gimsteinar og leiftur, sem lýsa íslenzkri þjóð í Ieit andans. Honum var skáldgáfan heilög. Hann notaði hana vel. Hann yrkir um hin miklu viðfangsefni mannsandans. Stundum hafa mér komið í hug við lestur kvæða hans orð postulans, sein sagði: „Því að einum veitist fyrir andann að mæla af speki“ (I. Kor. 12, 8). Harpan hans, sem nú er brotin, átti bæði djúpa og fagra strengi, og fegurst hljómuðu þeir, er hann söng lífinu og hin- um mikla skapara himins og jarðar söngva sína. — Lífsskoð- un hans birtist glögt í ljóðum hans. Hin lága nautn, sem lokkar, er svikul, gullið, sem margir ætluðu að hann tignaði, er aska í hönd hans, en „bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð, var auðlegð á vöxtum í guðanna ríki“. Andi hans leitar hátt yfir stund og stað. Og nú þakkar þjóðin öll, og ísland harmar soninn, sem unni því svo heitt. Fjöllin drúpa döpur, og landið klæðist hviturn klæðum, vetrarskrúðanum, sem minnir á dauðann.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.