Eimreiðin - 01.01.1940, Qupperneq 22
8
VIÐ LÍKBÖRUR
EIMREIÐIN
Ljóð hans sýna, að hann átti þrá eftir að rétta hluta þess,
sem minni máttar var í viðskiftunum við lífið og mennina.
Hann sá í anda bjartari tíma renna upp fyrir lítilmagnanum.
Líf hans var alt óvenju stórbrotið. Gáfurnar voru glæsilegar,
hugmyndaflugið og skáldandinn svo stór, að vafasamt er að
nokkur íslendingur hafi átt meira flug andans en hann. Þess
vegna bar svo hátt á honum, bæði í orðum hans og athöfnum
og í gleðinni. Hann bar alveg sérstaklega hlýjan hug til ís-
lenzkra stúdenta og hefur á margan hátt sýnt það og siðast
með ómetanlegum gjöfum til Háskóla vors. í hópi stúdenta
undi hann sér einkar vel. Hann hafði sjálfur átt þrá stúdents-
ins og skildi hana og eins og hann sæi von íslands í auga
og svip hins unga menntamanns. Það var hátíðleg og óglevm-
anleg stund, er hann eitt sinn flutti konungi íslands kvæði,
umkringdur hundruðum islenzkra stúdenta hér í Reykjavík,
glæsilegur að ytri ásýnd og atgervi andans. Það valt á ýmsu
með hinn ytri auð, en í anda var hann ríkur, svo ríkur' að
hann hefur auðgað þjóð sína að andlegum verðmætum, sem
aldrei verða fullþökkuð. Hér í jafn stuttu máli, er ekki unt að
lýsa þeirri gjöf nema að svo litlu leyti. Það er þessi gjöf, sem
allir íslendingar þakka í dag og halda áfram að þakka um
komandi ár og aldir. í ljóðum hans eru glitrandi gimsteinar
og leiftur, sem lýsa íslenzkri þjóð í Ieit andans. Honum var
skáldgáfan heilög. Hann notaði hana vel. Hann yrkir um hin
miklu viðfangsefni mannsandans. Stundum hafa mér komið
í hug við lestur kvæða hans orð postulans, sein sagði: „Því
að einum veitist fyrir andann að mæla af speki“ (I. Kor. 12,
8). Harpan hans, sem nú er brotin, átti bæði djúpa og fagra
strengi, og fegurst hljómuðu þeir, er hann söng lífinu og hin-
um mikla skapara himins og jarðar söngva sína. — Lífsskoð-
un hans birtist glögt í ljóðum hans.
Hin lága nautn, sem lokkar, er svikul, gullið, sem margir
ætluðu að hann tignaði, er aska í hönd hans, en „bölið, sem
aldrei fékk uppreisn á jörð, var auðlegð á vöxtum í guðanna
ríki“. Andi hans leitar hátt yfir stund og stað.
Og nú þakkar þjóðin öll, og ísland harmar soninn, sem
unni því svo heitt. Fjöllin drúpa döpur, og landið klæðist
hviturn klæðum, vetrarskrúðanum, sem minnir á dauðann.