Eimreiðin - 01.01.1940, Page 33
eimreiðin ENDURHEIMT ÍSLENZKR.4 SKJALA OG GRIPA
19
Hér verður þó ekki lengra rakin „útfararsaga“ þessa hvors-
tveggja, en vikið að endurheimtar-málinu.
Arið 1907 var í neðri deild Alþingis borin fram þingsálykt-
Unartillaga, af þáverandi 1. þm. Árnesinga, Hannesi Þorsteins-
syni, þar sem skorað var á stjórnina að gera ráðstafanir til að
krefjast skila á skjölum úr safni Árna Magnússonar í Kaup-
mannahöfn, er hann hafði fengið „að láni“ héðan. Tillagan
var samþykt í einu hljóði. Allir þingmenn voru þar á einu
máli. En þessum „ráðstöfunum" miðaði seint áfram, og var á
nsestu árum ýtt nokkuð á eftir stjórninui (með fyrirspurnum
o. f 1.). En tíminn leið, og varð ekki ágengt. Og ekki kom þetta
sérstaklega til greina við sambandslagasamningana 1918.
Árið 1924 var svo aftur borin fram á Alþingi tillaga um
sama efni, einskonar ítrekun á fyrri kröfunni, um að heimt
yrðu íslenzk skjöl úr Árnasafni og eins úr öðrum söfnum.
Plutningsmenn tillögunnar voru þeir Tryggvi Þórhallsson, þing-
maður Strandamanna, og Benedikt Sveinsson, þingmaður Norð-
Ur-Þingeyinga; hlaut hún einróma fylgi (samþykt samhljóða).
Árið 1925 kom fram á Alþingi svipuð krafa uin önnur efni,
seni sé um, að Danir skiluðu íslenzkum forngripum (munum
og minjagripum), er þangað höfðu komist héðan af landi o.
s. frv. Flutningsmaður þeirrar tillögu í neðri deild var Bjarni
•íónsson frá Vogi, þingmaður Dalamanna, og hlaut hún einnig
samþykki þingsins samhljóða.
Árið 1930 var svo loks borin fram í sameinuðu þingi, af
þingmönnum úr öllum flokkum með Benedikt Sveinsson sem
aðalflutningsmann, tillaga til þingsályktunar um, að ríkis-
stjórnin leitaði þess við dönsk stjórnarvöld, að skilað yrði
hingað íslenzkum handritum úr söfnum í Danmörku (Árna-
safni og öðrum). Einnig þessi tillaga var samþykt með sam-
hljóða atkvæðum þingmanna.
Auk skilmerkilegra skýringa á þessu máli öllu, sem er að
íinna í framsöguræðum flutningsmanna greindra tillagna,
má úr ritum nefna glögga greinargerð um handritin eftir dr.
Jon Þorkelsson þjóðskjalavörð 1908 og dr. Pál E. Ólason
1929, sem nýlega hefur einnig samið aðra ritgerð um skjala-
heimtuna; svo og skýrslur þjóðminjavarðar Matthíasar Þórð-