Eimreiðin - 01.01.1940, Qupperneq 36
22
ENDURHEIMT ÍSLENZKRA SKJALA OK GRIPA eimreiðin
mörg rit, einkum um bókmentir og málfræði, er gert hafa
háskólann kunnan erlendis. Má eimrig í því sambandi benda
á útgáfur þær, er háskólafræðiinenn vorir hafa annast um,
bæði l'ornritaútgáfuna, endurprentun elztu prentaðra bóka
íslenzkra og ljósprentaðar útgáfur elztu forníslenzkra hand-
rita, o. s. frv. — í íslenzkri málfræði hafa ennfremur verið
samdar allmargar bækur, um eðli og uppruna íslenzkrar
tungu, sem nú eru vel kunnar erlendis, enda eru fjórar þeirra
samdar á þýzku.
Þá er það og ekki síður eftirtektarvert, að erlendir stúdent-
ar hafa margir dvalið hér við háskólann og lagt stund á is-
lenzlc fræði, og eru sumir þeirra nú kennarar í íslenzku við
háskóla erlendis. — Að því er ég hef fengið skýrslu um hja
kunnugum mönnum, hefur nútíðar íslenzka verið tekin upp
sein kenslugrein við ekki minna en 6 þýzka háskóla, og hafa
með vissu 3 íslendingar verið kennarar þar. Þá hefur nám i
íslenzku aukizt mjög í Hollandi, og mun hið islenzka bóka-
safn, er stofnsett var í Utrecht fyrir 2 árum (með nokkurri
aðstoð frá Alþingi) eiga sinn þátt í að auka þenna áhuga
Hollendinga á íslenzkum fræðum. Bókasafn þetta heldur nu
sjálfsagt 1000 bindi og er sérstök deild í háskólasafninu þar.
I Englandi hefur og mjög aukist áhugi á íslenzkum fræðum,
einkum við háskólann í Leeds, eins og kunnugt er, enda ei'
þar ágætt bókasafn í þeirri grein, eða nálega 12000 bindi, US
var stofn þess bókasafn Boga heit. Melsteds, er þangað vai'
keypt. Nokkur ágæt bólcasöfn eru einnig í Þýzlcalandi, eink-
um í Köln (nokkur þúsund bindi, safn Heinr. Erkes) og 1
Kiel, en þar mun vera bezta íslenzka bókasafnið i Þýzkalandi;
er það mjög stórt, og er yfir það prentuð skrá. Vísir til bóka-
safns er og í Greifswald og annað í Berlín. — Er mikið al
þessu komið á laggir fyrir forgöngu og með aðstoð fraeði-
manna frá háskóla vorum. — 1 Fraklclandi er áhugi vaknað-
ur á íslenzkum fræðum, og er það meðal annars því að þakka,
að aðalkennarinn í norrænu við Parísarháskólann, práL
Jolivet, sem talar og ritar íslenzku, leggur megináherzlu á þa
tungu fram yfir önnur Norðurlandamál. í Ameríku er íslenzka
kend við fjölda háskóla, og þar eru m. a. 3 íslenzkir pró-
fessorar í þessum fræðum. — Er af þessu sýnt, að áhug1