Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1940, Page 38

Eimreiðin - 01.01.1940, Page 38
24 ENDURHEIMT ÍSLENZKRA SKJALA OG GRIPA eimiæiðin Það mætti spyrja, hver höfuðnauðsyn sé á því að flytja þessi handrit hingað heim frá fræðilegu sjónarmiði séð, þar eð mörg af þeim hafa verið gefin út og sum margsinnis. Þessu má svara með því, að það er fyrst og fremst þjóðarmetnaður íslendinga að endurheimta þessi hanclrit, islenzk handrit, rit- uð af íslendingum um islenzk efni — eins og einn af háskóla- kennurum vorum hefur orðað það —, og væri sú ástæða ein nægileg til þess að hraða því að fá sem flest af þessum hand- ritum heim til íslands. En auk þessa ber vísindalega nauð- syn til þess af ýmsum ástæðuin. Eitt af verkefnum íslenzkra fræða er að semja vísinda- lega orðabók yfir alt málið frá því í l'ornöld og fram á vora daga. Er það álit fræðimanna, að semja þurfi á ný Fritzners orðabók hina miklu, en það er sama sem að fara að nýju yfir allar frumheimildir og handrit. Nokkurt tilstand mun nýlega hafa verið hjá stjórn Árnasafnsins um að hefja slíka útgáfu í Khöfn, sem trúlegast fer nú út um þúfur vegna stríðsins. — Það er augljóst mál, að íslendingar eru færastir til að vinna þetta verk, og bæri að gera það hér i Reykjavík. Fritzners orðabók, sem er yfir gamla málið, nær ekki lengra en fram á 14. öld, og eru þeir, sem til þekkja, ekki í vafa uin, að það orsakaðist af þekkingarskorti á miðaldahandritum og sumpart af lítilsvirðingu á gildi miðaldabókmenta, að því verki var ekki haldið lengra áfram en til þess tíma. Nú eru menn sammála uni það, að slík orðabók eigi að ná yfir alt tímabilið frá bygð íslands og' fram á vora daga. — Það er kunnugt mál, að mörg miðaldahandritanna liafa ekki enn verið gefin út, og er þar að sjálfsögðu margskonar fróðleik að finna, enda vafalaust, að ef öll þessi handrit væru hingað komin, myndu þau stuðla að aukinni vísindastarfsemi að ís- lenzkum fræðum við háskólann og laða hingað alla þá erlendu vísindamenn, er við þau fræði fást. — Saga íslands má kall- ast enn órituð, og myndi mega ætla, að ef allar heimildir væru hér í landi, yrði slíkt verk fljótar og að öllu greiðlegar unnið. En að láta það dragast mikið úr þessu, er ekki vansa- laust. Á hinu er vitanlega ekld mark takandi, þótt danskir fræðimenn hafi um tima verið með nokkurs konar bollalegg- ingar um íslenzka „námsmiðstöð“ eða „fræðamiðstöð“ í sam-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.