Eimreiðin - 01.01.1940, Síða 52
38
í HAMINGJULEIT
EIMREIÐIN'
því að fara niður á skrifstofu á morgun og láta skrá sig sera
atvinnulausan. Það hafði staðið í blaðinu í gær, að búið
væri að skrá hálft tólfta hundrað inanns, og nú væri ekki
neraa herzlumunurinn að hafa það upp í tólf hundruð. Það
mætti enginn bregðast skyldu sinni og láta skrá sig. íslandi
ríður á að enginn skerist úr leik. Já, það sagði sig sjálft, hann
mátti ekki bregðast samtökunum og þeim mönnurn, er voru
að plægja í þessu, fyrir hann og aðra verkamenn. Þetta var
gert til þess að reyna að efla samtökin. Það var bara verst,
að sumir voru að vinna núna og gátu því ekki skráð sig í
þetta sinn, en það varð að hafast samt. Knúlli sagði á nefndar-
fundi í gærkvöldi, að ef fjórtán hundruð hefðu getað skráð
sig, þá skyldi stjórnin hafa orðið að beygja sig og punga út
með eitt hundraðþúsundið ennþá í atvinnubótafé. ... Það
var satt. Það var um að gera, að gera kröfur. Heimta meiri
vinnu, meiri grjótupptekt, meira atvinnubótafé. Þeir voru
frjálsir menn í frjálsu landi, og til hvers var að vera frjáls,
ef ekki mátti gera kröfur? Hann hefði átt að svara því í dag,
hann þarna á svölunum, — — æi, það var ekki von að hann
svaraði því, að það væri áreiðanlegt, að okkur væri óhætt að
gera kröfur, vegna þess að við þyrftum ekki að talca tillit til
Dana lengur eða annara útlendinga, ja, það var nú máske
spursmál. Líklega hafði Hamhro stjórnina í vasanum, þó það
væri ef til vill ekki eins svart eins og blaðið sagði, en fólk
var svo vantrúað, að það varð að taka dálítið djúpt í árinni.
En hvað sem um það var, þá var það haugalygi, að Stalin
skifti sér nokkuð persónulega af samtökunum. Hann hafði
víst í önnur horn að líta, eins og alt var fult af spellvirkjum
í kringum hann. Og þó-------þó sagði Pétur Þorsteins hérna
um daginn, að foringinn hefði komið með nýja línu frá Moskva,
sem væri hérumbil eins og hjá hinum flokkunum. Líklega
hefðu þeir ráðlagt það í Moskva að reyna að komast í sani-
vinnu við stjórnina, svo samtökin stækkuðu. Einar hafði máske
sagt þeim í Moskva, að samtökin væru stundum kölluð óþjóð-
leg, — en það var nú eins og annað, sem Jónas fann upp á. Var
það óþjóðlegt að krefjast þess að fá vinnu, svo maður geti lif-
að eins og sjálfstæðir menn eiga heimtingu á,-------frjálsu
menningarlífi? Var það óþjóðlegt að láta skrá sig. Reyna að