Eimreiðin - 01.01.1940, Blaðsíða 54
40
í HAMINGJULEIT
eijireiðim
stundina, eins og til dæmis þetta reykingaborð, — úr því mað-
ur var þá ekki ánægður, þegar maður var búinn að fá það.
Nú, en þetta rak sig ótugtarlega á, því maður var ekki ánægð-
ur með það, sem maður hafði —■ ef maður sá annað, sem var
betra; — en hrepti maður það, þá vantaði eitthvað samt. O-
jæja, það gekk víst oft svona til. En hvað sem um þetta var,
þá varð hann að fara í vinnuna i fyrramálið, þó að mestallir
peningarnir færu til að borga í borðinu og stólnum, og svo
„restin“ upp í fæðið þennan mánuðinn. En þá gat hann ekki
farið upp á skrifstofu og látið skrá sig í fyrramálið. Það var
altsaman eins. Ekki gat maður látið aðra skrá sig inn, heldur
varð maður að gera það sjálfur. Það var ekki svo gott við þetta
að eiga.
Eiríkur Karlsson hagræðir sér á sófanum og geispar. Og svo
er þessi dagur farinn alveg í hundana, — en einhvernveginn
verður hann að koma því svo fyrir, að hann geti skráð sig
fyrir miðja vikuna.
III- „— Ég er stundum viltur, — og þó eina átt ég þekki,
—• það er áttin, sem mitt barnalega hjarta visar á.“
Eiríkur Karlsson vaknaði og leit í kringum sig. Það var orðið
fulldimt, en tunglið sltein inn um hin þunnu tjöld, er voru
dregin til hálfs fyrir gluggann. Það var þægilega hlýtt í her-
berginu. Eirík furðaði á því, að hann skyldi hafa sofnað, hann
var ekki vanur því á þessum tíma. Venjulega var hann ein-
hversstaðar úti um þetta leyti dags. En þessi svefn hafði verið
jafn notalegur og hann var óvenjulegur. Eiríkur hafði glað-
vaitnað alt í einu, án nokkurs dræmings eða dutlunga og þ°
án þess að verða fyrir hávaða. Augun opnuðust af sjálfu sér,
og svo lá hann þarna glaðvakandi. Bara að hann gæti vaknað
svona í fyrramálið. Það var bezt að vera ekki að hugsa neitt
um fyrramálið. Það var leiðinlegt. Hann var lílta svo vel vak-
andi núna, að hann gæti nánast trúað því, að hann þyrfti aldrei
framar að sofna. Það var eins og svefn-lindin væri útstreymd
úr likama hans. Myrkrið var skemtilegt, og tunglsgeislinn, er
féll yfir fótaendann á sófanum, minti hann á löngu liðna daga-
Það gat verið gaman að liggja svona í myrkrinu, þegar vel for