Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1940, Side 58

Eimreiðin - 01.01.1940, Side 58
44 í HAMINGJULEIT eimreiðin réttlátt. En þú skalt ekki vera að brjóta heilann um þetta núna, pabba-drengur. Þinn tími kemur seinna. Hvað sem pabbi átti við með hans tíma seinna, þá var stóra þykka höndin hans óvenju hlý, þegar þeir leiddust heim að bænum, og hún var góð þessi hönd. Hann var ögn feginn að þeir fyrir sunnan skyldu vera búnir að skjóta úr fallbyss- unum, svo að pabbi og allir í sveitinni þyrftu aldrei framar að spyrja útlendinga að neinu. Eiríkur vissi, að hann hafði hlustað á merkilega speki, og leyndardóm hennar ætlaði hann að geyma í hjarta sínu. Og hann ákvað að fara altaf eftir þvi, sem samvizkan segði honum, og hjálpa þeim fyrir sunnan að stjórna vel, þegar hann yrði spurður. En það var þetta með samvizkuna, — hann mátti til með að spyrja mömmu í kvöld, áður en hann færi að sofa, hvað samvizka væri, —• en hann varð að biðja hana að segja ekki pabba frá. ... Svo höfðu árin liðið. Faðir hans hafði ekki virzt verða neitt annar maður, þó að liami væri orðinn sjálfstæður. Hann andvarpaði undan pokunum, sjálfstæðið var ósýnilegt, og skuldirnar stóðu í stað. Stundum skein sólin, og þá var gani- an að vera til, en stundum var líka blautt og kalt. Þá mændu augun yfir fjöll og dali, og óþreyjan greip um sig. Því ein- hversstaðar beið sjálfstæðið, og þá yrði pabbi skuldlaus, en á engu leiti umhverfis Selás var það sjáanlegt. Eirík langaði til að hjálpa föður sínum, en hann gat ekki séð neinar likur fyrir því, að Selásheimilið yrði noldvurntíma frelsað með sex ærfóðrum. Og hann talaði um þetta við föður sinn, en honum tókst víst aldrei að gera pabba þetta skiljanlegt. Það var eitt- hvert ókennilegt fálæti, sem spratt upp þeirra á milli, þegar á þá hluti var minst. Það var þessi þústur, — þessi orðlausa tregða, sem kemur á milli sonar og föður, þegar sonurinn reynir að dulbúa sínar óljósu þrár í þurlegt orðagerfi kaldra stað- reynda, og faðirinn þorir ekki að tala einfaldlega við þennan ný-fullorðna mann. Svo það varð að fara sem fór. Því var það, að Eiríkur Karlsson fór úr foreldrahúsum átján ára að aldri, með sex ærverð í vösum lieimaunninna fata, til þess að komast í síld og verða ríkur. Og langt bak við ríkidæmi og síld var einhver óljós draumsýn um sjálfstæðan mann, sem kæmi heim aftur og ræki fátæktina burtu úr Selási, — og þá yrði sífelt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.