Eimreiðin - 01.01.1940, Page 58
44
í HAMINGJULEIT
eimreiðin
réttlátt. En þú skalt ekki vera að brjóta heilann um þetta núna,
pabba-drengur. Þinn tími kemur seinna.
Hvað sem pabbi átti við með hans tíma seinna, þá var stóra
þykka höndin hans óvenju hlý, þegar þeir leiddust heim að
bænum, og hún var góð þessi hönd. Hann var ögn feginn
að þeir fyrir sunnan skyldu vera búnir að skjóta úr fallbyss-
unum, svo að pabbi og allir í sveitinni þyrftu aldrei framar
að spyrja útlendinga að neinu. Eiríkur vissi, að hann hafði
hlustað á merkilega speki, og leyndardóm hennar ætlaði hann
að geyma í hjarta sínu. Og hann ákvað að fara altaf eftir þvi,
sem samvizkan segði honum, og hjálpa þeim fyrir sunnan að
stjórna vel, þegar hann yrði spurður. En það var þetta með
samvizkuna, — hann mátti til með að spyrja mömmu í kvöld,
áður en hann færi að sofa, hvað samvizka væri, —• en hann
varð að biðja hana að segja ekki pabba frá.
... Svo höfðu árin liðið. Faðir hans hafði ekki virzt verða
neitt annar maður, þó að liami væri orðinn sjálfstæður. Hann
andvarpaði undan pokunum, sjálfstæðið var ósýnilegt, og
skuldirnar stóðu í stað. Stundum skein sólin, og þá var gani-
an að vera til, en stundum var líka blautt og kalt. Þá mændu
augun yfir fjöll og dali, og óþreyjan greip um sig. Því ein-
hversstaðar beið sjálfstæðið, og þá yrði pabbi skuldlaus, en
á engu leiti umhverfis Selás var það sjáanlegt. Eirík langaði
til að hjálpa föður sínum, en hann gat ekki séð neinar likur
fyrir því, að Selásheimilið yrði noldvurntíma frelsað með sex
ærfóðrum. Og hann talaði um þetta við föður sinn, en honum
tókst víst aldrei að gera pabba þetta skiljanlegt. Það var eitt-
hvert ókennilegt fálæti, sem spratt upp þeirra á milli, þegar
á þá hluti var minst. Það var þessi þústur, — þessi orðlausa
tregða, sem kemur á milli sonar og föður, þegar sonurinn reynir
að dulbúa sínar óljósu þrár í þurlegt orðagerfi kaldra stað-
reynda, og faðirinn þorir ekki að tala einfaldlega við þennan
ný-fullorðna mann. Svo það varð að fara sem fór. Því var það,
að Eiríkur Karlsson fór úr foreldrahúsum átján ára að aldri,
með sex ærverð í vösum lieimaunninna fata, til þess að komast
í síld og verða ríkur. Og langt bak við ríkidæmi og síld var
einhver óljós draumsýn um sjálfstæðan mann, sem kæmi heim
aftur og ræki fátæktina burtu úr Selási, — og þá yrði sífelt