Eimreiðin - 01.01.1940, Blaðsíða 65
eimreiðin
Arfgengi og ættir.
Eftir Ingólf Davíðsson.
..Vertu vandlátur í vali foreldra þinna,“ segir gamalt og
glettið máltæki. Gamninu fylgir nokkur alvara. Börnin geta
reyndar ekki kosið sér föður og móður eftir geðþótta, en
satt er hitt, að ætternið hefur djúptæk áhrif á hamingju
Þeirra og líf. Þau njóta eða gjalda ættar sinnar. Enginn
auður jafnast á við erfðagjafirnar, sem börnin hljóta frá
foreldrum sínum, er þau verða til. Foreldrarnir ráða samt
ekki einir erfðagjöfunum. Afarnir, ömmurnar og aðrir for-
feður leggja einnig sinn skerf á metaskálarnar. Börnin eru
kfandi auglýsing ættar sinnar. Þau sýna og sanna erfðagildi
hennar. Menn og konur lifa þótt þau deyi í afkomendum
sínum. Uppeldi og kjör öll hafa auðvitað einnig mikil áhrif
°g ráða miklu um það, hvort ýmsir arfgengir eiginleikar
fá notið sin eða ekki. Hæfileikana má temja að miklum mun,
°g gott uppeldi getur beint huganum inn á heppilegar brautir.
f^n jafnvel fullkomnasta uppeldi megnar ekki að búa hæfi-
feikana til. „Fjórðungi bregður til fósturs“, sögðu forfeður
v°rir. Mennirnir eru ekki fæddir jafnir. Það væri heldur
ekki hentugt, jafn margbreytt og starfssviðin eru. Lamarck,
'’isindamaðurinn franski, áleit að áunnir eiginleikar gengju
erfðum. Flestir eru nú á annari skoðun. Nýlega hafa verið
gerðar tilraunir á rottum (McDougall, Crew og Agar) til
að leysa til fulls úr þessu gamla deilumáli. En engin örugg
s°nnun fékst fyrir áhrifum skilyrðanna á erfðirnar. Augna-
Htur og hörunds gengur mjög að erfðum. (Sjá Eimreiðina,
3- hefti 1937.) Börn svertingjanna eru dökk á hörund, hvort
sein þau lifa í heitu eða svölu loftslagi. En segjum nú að
fölleit stúlka vildi hressa náttúrusmiðina ögn við og litaði
Vanga sína og varir rauðar daglega, svo að segja frá vöggunni
f'l grafarinnar. Mundi þá þessi rjóði litarháttur ganga að erfð-
llr>i til barna hennar? Nei, hið áunna gengur ekki að erfðum.
k-n hragðlegur piltur gæti ef til vill hjálpað upp á sakirnar.
k^rfðagjafirnar ráða úrslitum. Er þá auðskilið, að t. d. föl-