Eimreiðin - 01.01.1940, Síða 71
eimreiðin
ARFGENGI OG ÆTTIR
57
í skefjum, ef sama galla gætir ekki einnig í hinni ættinni.
Dæmi eru til þess, að gömul, að því er virtist horfin ættar-
veiklun, hefur blossað upp á ný við blóðblöndun ættingja,
eftir að hafa legið skaðlaus í djúpinu um aldar skeið. Þegar
visirinn til veiklunarinnar þannig tvöfaldaðist, skaut skratt-
anum upp. Ríkjandi gallar leyna sér aftur á móti ekki, og
þeir eru úr sögunni hjá þeim börnum, sem þeir ekki sjást á.
— Kostir og gallar eru ýmist ríkjandi eða víkjandi. Munið
þess vcgna, að sitt er hvað oft og tiðum útlit og eðlisfar. Bæði
kjörin og eðlisfarið ráða útliiinu (svipfarinu), en aðeins eðtis-
farið gengur frá kijni til kgns. Tvíburar úr sama eggi eru ein
erfðaeining, og allur mismunur þar á rót sína að rekja til kjar-
anna, bæði í móðurkviði og síðar. Vöðvastyrkur þeirra getur
t. d. verið mjög misjafn. Fer það eftir starfi og skilyrðum
öllum. En erfðagildið breytist ekki við þetta. Sé um þróun
að ræða í náttúrunni, er hún jafnaðarlega svo hæg að þús-
und ár þar eru sem einn dagur hjá oss mönnunum. Senni-
lega byggjast eiginleikarnir á samstarfi ýmissa Hffæra, sem
eru hvort öðru háð. Segjum t. d., að ákveðinn hæfileiki búi í
vissum heilafrumum, en geti ekki notið sín nema örvandi kirtla-
vökvi styrki heilafrumurnar hæfilega. Sé annaðhvort foreldrið
Vanþroskað, nýtur hæfileikinn sín miður, en fái nú ham-
ingjubarnið báða eiginleikana í vöggugjöf, t. d. annan frá
föður en hinn frá móður, þá getur gáfan fyllilega komið í
ijós. (Er skýringin á snilligáfum (geni) ef til vill þessi.) Ef
unt væri að gera tilraunir með manneskjurnar, eins og með
jurtir og dýr, mætti eflaust hreinrækta risakyn, dvergaættir,
tviburaættir, raddmenn o.. s. frv. En því er ekki að heilsa.
Við makaval ráða tilfinningar, efnahagsástæður eða einskær
tilviljun mestu. Stéttir þjóðfélagsins auka misjafnlega mikið
kyn sitt. Embættismenn giftast t. d. oft seint og eiga fá börn.
Takmörkun barneigna er einnig algengust meðal þeirra, cr
bezt kjör ættu að geta veitt börnum sínum. Aftur á móti
auka andlegir aumingjar og jafnvel fávitar oftast kyn sitt
ákaflega. Stafar af þessu hvorutveggja talsverð hætta. Er nú
víða um heim girt fyrir, eftir föngum, að stórgallað fólk geti
aukið kyn sitt. Góður maki er gulli betri. Ættin mótar af-
kvæmin. „Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni.“