Eimreiðin - 01.01.1940, Page 76
62
HVAR ER STÍNA?
eimrbiðin
Teigakoti. Svo elsk er hún að dýrum að hún fagnaði því
sjá köttinn, þó að hann væri bæði úfinn og illilegur. „Kis,
kis,“ sagði hún og rétti fram höndina, en kisi vildi ekki þýð-
ast hana og stökk út um brotinn glugga. Stína veit af brjóst-
viti sínu, hvað karlkyninu hentar. Hún fór með glætu í sprung-
inni undirskál niður í kjallarann, þegar hún vissi af kisa þar.
— Síðan eru þau miklir mátar og sýna hvort öðru ýms vina-
hót. Ivisi borðar sinn skerf af afgöngunum. Stína kallar hann
Stóra-Kláus, og henni finst lífið ekki eins tómlegt og áður.
„Út með köttinn,“ segir frúin. „Ég vil ekki hafa kött i mín-
um húsum. Þeir löðra alt út í kattarhárum og óþverra."
Hún spyrnir fæti við kettinum og ætlar að senda honum
lit um dyrnar, en þar hittir hún sjálfa sig fyrir. Stóri-Kláus
hvæsir og læsir klónum í gegn um silkisokkinn hennar.
„Guð almáttugur!“ hljóðar frúin. „Ég held að hann ætli nð
drepa mig. Þorið þér að taka á honum, Stina, og láta hann
út fyrir?“
Stina ber Stóra-Kláus út. Hún leggur hann undir vanga
sinn og segir áminnandi: „Þetta mátti Stóri-Kláus ekki gera,
veit hann ekki að það má aldrei koma við frúr.“
„Það var hún, sem byrjaði," mjálmaði kisi. Samt skilst
Stínu að hann ætli framvegis að vera siðprúður köttur, og
þess vegna lofar hún að halda áfram að mylgra í hann.
Húsbóndinn heitir Þorlákur. Hann hefur kúldurslegan svip
eftir langvarandi konuríki, sárlangar í frjálsar skemtanir, en
er altaf staðinn að verki. — Svo er hann eitt sinn einn í stofu
með Stinu. Hún dyttar að flík og er óvör um sig. Þá klappar
hann ögn á þetta hné þarna, sem er að gægjast fram undan
kjólfaldinum. Stína hrekkur undan og teygir kjólinn í dauð-
ans ofhoði niður fyrir hnjákollana. Þegar frúin kemur inn,
klappar hann sinum eigin hnjám.
„Það er altaf sami hánorðanþræsingurinn," segir hann rjóð-
leitur og gýtur augunum fáráðlingslega til gluggans.
„Eyðilegðu ekki brotin í buxunum þínum, Láki,“ áminnir
frúin.
— Stína þvær upp, skolleitt vatnið freyðir yfir hendur
hennar. Húsbóndinn valkókar i kring um hana þangað til hann