Eimreiðin - 01.01.1940, Qupperneq 82
68
HVAR ER STÍNA?
eimbeiðiN
„Á ég ekki að ltoma hingað og vera hjá ykkur næsta vetur?“
spyr hún undirgefin.
„Ekki tala um. Ég útvega þér betra heimili.“ Það er ekki
laust við, að hann belgi sig ofurlítið upp í meðvitundinni um
heimild sína til að ráða högum þessarar stúlku. „Ég þekki góða
konu í vesturbænum, sem passaði mig, þegar ég var lítill. Ég
ætla að biðja hana fyrir þig næsta vetur. Hjá henni getur
þú verið frí og frjáls og lært það, sem þig langar til.“
Lítil íbúð í Norðurmýri. Ný hagleg húsgögn. Stína í bláum
kjól, við hvíta rafmagnseldavél. Hún opnar bakaraofninn og
tekur út fullbalcaða jólaköku, fínlega ljósbrúna. Nú hefur ekki
runnið á meydóminn. Stínu er altaf að fara fram. Hún verður
með tímanum ímynd liinnar fullkomnu húsmóður.
„Ég er altaf að velta því fyrir mér, hvort það muni verða
drengur eða stúlka. Hvað heldur þú, Óli?“
„Það fer að verða hægt að sjá það úr þessu,“ segir hann
spekingslegur. Gaktu nokkrum sinnum eftir gólfinu.“
Hún sýnist þung og breið, eins og hlassadrottning, þar sem
hún situr, en þegar hún sprettur upp úr sætinu og spígsporar
um gólfið, fer hún á kostum.
„Það verður stúlka,“ segir hann vöflulaust. „Og þú manst
það, Stína, að þá á ég að ráða nafninu."
„Mætti ég, móðurmyndin, gerast svo djörf að spyrja, hvaða
nafn þú hefur hugsað þér?“
„Hún á að heita Stína, og svo ekki meira um það.“
Hann dregur hana ofan á hné sér og er maður fyrir þessn
, ^ ((
öllu, móður og barni. „Hnubbara-buhhara-stubburnar mmar,
segir hann í gælurómi.
„Atján marka stúlkubarn, geri aðrar betur í fyrsta smn,
segir ljósmóðirin og hampar þessum litla, ljósa hnoðra, sem
læzt vera fólk.
Stína brosir sæl, en þreytt. Sólargeislarnir leika við glóbjaH
liár hennar og tangólita túlípanana á náttborðinu.
„Hverjum er hún lík?“
„Auðvitað okkur,“ svarar hinn stolti faðir.
— Árstíðirnar líða fram með hæfilegum tilbrigðum, eins og
haglega gerður háttalykill. — Stína litla er komin á annað ár,