Eimreiðin - 01.01.1940, Qupperneq 88
74
GRÖF JAIÝOBS
eimreiðin
arar, fullir auðmýktar og guðsótta. Margir fóru beinlínis í því
skyni að leita uppi æfintýri, berjast við Serki, afla sér fjár
og frama. Þeir bjuggust glaðir og reifir til ferðarinnar, og
þegar inn á Spán kom, létust þeir vera betlarar og gátu með
því komist yfir ólitlega fjárfúlgu á kostnað hinna guðhræddu
og auðtrúa landsmanna. I gömlu, spænsku riti segir svo uffl
þessa ferðalanga: „Þeir ættu að biðjast afsökunar, þessir
Fransmenn og Þjóðverjar, sem fara í syngjandi hópum um
ríki vort og svíkja peninga út úr fólki, því að ekki eru þeir
allir byrgir af þeim, sem eru á þessu flakki. Og sagt er, að i
Fraldrlandi heiti menn dætrum sínum því fé í heimanmund,
sem þeim tekst að snilíja á einni pilagrímsferð til Santiago,
fram og aftur, eins og þeir ætluðu til Indíalands. En á Spáni
ljúga þeir til um fyrirætlanir sínar.“ Eðlilega voru endurminn-
ingar þessara manna frá Spánarförinni með öðrum hætti en
hinna, sem fóru hlaðnir gjöfum og með fullar hendur fjár.
I hópi þessara ferðamanna er höfundur handritsins, seni
Oliver munkur færði dómkirkjunni í Santiago að gjöf. í síð-
ustu bólc handritsins lýsir hann hinum dýrslega óþrifnaði,
drykkjuskap og óheilindum íbúanna í Navarra og Baskahér-
uðunurn, og segir, að grimd þeirra og dýrseðli eigi meira skyh
við villimensku en fákunnáttu, en þar fyrir séu þeir góðir her-
menn og að vissu leyti sanntrúaðir. Höfundurinn getur ekki
felt sig við það, að landsbúar nota hvorki skeið né gaffak
heldur horða þéir allir sarnan með fingrunum af einu fati og
drekka allir úr sama 'bikamum, húsbændur og þjónar sitja
við sama borð og talast við sem jafningjar. Ekki kann hann
betur við hinar svörtu ullarskikkjur, sem þeir klæðast i
sauðskinnsskóna og stuttbrækurnar, sem eru aðrar eftirtektar-
verðustu flíkurnar þeirra. „Navarrabúar eru villimenn • • •
dökkir á hörund ... óvinveittir oss Frökkum í einu sem öllu-
Fyrir einn auman skilding mundi Navarrabúi eða Baski
myrða franskan þegn, þ. e. a. s. ef hann gæti. ... Sjái maðm
þá borða, dettur manni í hug svínahjörð, og þegar þeir tala,
minna þeir á geyjandi hunda.“
En fátt er svo ilt, að einugi dugi, og þótt íbúar Norður-
Spánar megi kunna höfundinum litlar þakkir fyrir þénnanvitnis-
burð, er frásögn hans að mörgu leyti fróðleg. Hann telur Baska