Eimreiðin - 01.01.1940, Qupperneq 89
eimreiðin
GROFJAKOBS
75
vera komna af Skotum, vegna þess hvað þeim svipar til þeirra
i háttum sínum, útliti og vaxtarlagi, — hæpin ályktun, þótt
iorsendan sé ekki fráleit. Hafi Júlíus Caesar, er hann reyndi
að leggja undir sig Spán, sent mikið lið skozkra og núbískra
hermanna inn í Baskahéruðin með þeim fyrirmælum, að þeir
skyldu drepa alla þá karlmenn, sem til næðist, en þyrma lifi
kvenmanna, ganga síðan að eiga þær og setjast að í landinu.
Gerðu þeir svo, og eru Baskar og Navarrabúar afkomendur
lxiirra. Að síðustu hefur handritið að geyma allmörg bask-
oesk orð með þýðingu þeirra á latínu, og er það fyrsti vísir
«1 orðabókar yfir það mál, sem til er.
I fullar þrjár aldir stóð blómaskeið Santiagoborgar i Kom-
Postela. Alt fram á 15. öld streymdu pílagrímarnir, erlendir
°g innlendir, eftir „frönsku brautinni" til grafar Jakobs
Postula, færðu stólnum gjafir sínar og hlutu syndakvittun
að launum. í lok 10. aldar lierjaði hinn mikli serkneski stór-
Vesír, Almansor, í Galisíu, tók Kompostela herskildi og jafn-
aði borgina \ið jörðu, einnig dómkirkjuna. Munkur einn gam-
all sat á gröf postulans og vildi ekki þaðan fara. Lét Almansor
ekki gera honum mein, og var þannig þeirri helgu gröf bjarg-
að frá eyðileggingu og saurgun. En kristnir fangar voru látnir
hera kirkjuklukkurnar og dýrgripi stólsins á bakinu alla leið
«1 Kordoba. Þegar Fernando konungur helgi náði þeirri borg
ár hönduin Serkja (1236), fann hann kirkjuklukkumar ó-
skemdar og lét nú serkneska fanga bera þær á bakinu aftur
til Santiago. Kirkjan var strax reist úr rústum. Bygging þeirr-
ar, sem nú stendur, varaði í fulla öld og var hafin í kringum
1080. En breytingar og viðbætur hafa verið framkvæmdar
síðan nálega á hverri öld.
Allmargar upplýsingar eru til um ferðir norrænna manna
til Santiago í Kompostela, og er enginn vafi á, að fyrir þann,
sem hefði tíma til að safna þeim saman, væri þar af nógu að
taka í skemtilegt og fróðlegt rit. Norrænir víkingar herjuðu
°tt í Galisíu. Um fjóra leiðangra er sérstaklega getið í forn-
uin sögum. Sá fyrsti var farinn árið 844, annar, undir forustu
ttagnarssona loðbrókar, árið 859, þriðji 964 og sá fjórði árið
á68, á hundrað skipum. Þá er sögnin um það, að Ólafur helgi
hali komið til Santiago á yngri árum sínum, og hafi sú ferð