Eimreiðin - 01.01.1940, Qupperneq 93
eimreiðin
Við þjóðveginn.
15. marz 1940.
Styrjöldin milli ÞjóÖverja annarsvegar og Breta og Frakka
hinsvegar hefur nú staðið í hálfan sjöunda mánuð, styrjöldin
milli Finna og Riissa í hálfan fjórða. Styrjaldarviðburðirnir
hafa skygt á alt annað, sem gerist í heiminum. Þeir
Vindöld, hafa verið aðalumræðuefni blaða og útvarps um
vargöld... öll lönd. Enda hefur ófriðurinn gripið inn í líf og
störf þjóðanna hvarvetna, og litlu siður hinna
hlutlausu, sem svo eru nefndar, en sjálfra ófriðarþjóðanna.
Sænska stjórnin hefur gerst meðalgangari um friðarsáttmála
milli Rússa og Finna. Hún hefur valið sér það hlutverk, sem
hún taldi bezt við sitt hæfi. Finnar hafa mist mikilvægan
hluta þess, sem þeir hafa varið með lífi sinu. Stjórnir Svía
°g Norðmanna telja sig hafa varðveitt friðinn hjá sér með því
að leggja blátt bann við, að Finnum kæmi her-
hrekraun afli frá Bretum og Frökkum yfir sænskt land og
í'inna. norskt. En meðan þessu fer fram hjúpar mjöllin
lík finsku hetjanna föllnu á orustuvöllum Austur-
hinniands. Fimtán þúsundir hinna hraustu sona Finnlands
hafa látið þar lifið undanfarnar vikur.
Heldur en að kalla eftir liðshjálp Vesturveldanna, án sam-
hykkis Svia og Norðmanna, til þess að það hjálparlið fengi að
komast til Finnlands, gengu Finnar að þeim afarkostum, sem
hússar settu þeinn-við samningaborðið í Moskva. Friðarsamn-
ingurinn var undirskrifaður að kvöldi hins 12.
k'riðarsamn- þ. m., og daginn eftir, kl. 12 á hádegi eftir rúss-
ingurinn. neskum tíma, eða á hápunkti hins örlagaríka
dags 13. marz 1940, skyldi vörn Finna lokið og
akvæði samningsins þannig ganga í gildi á virkan hátt. Land-
Svæði þau, er Rússar fá með friðarsamningnum, eru alt
Kirjálaeiði, með Viborg og Viborgarflóa, ásamt öllum eyjum
hans, vestur- og norðurströnd Ladogavatns, með þrem borg-