Eimreiðin - 01.01.1940, Side 99
EIMREIÐIN
ÍSLAND 1939 — STUTT YFIRLIT
85
ið 1936 höfðu refabúin samtals um 1850 refi, en nú voru þeir
orðnir um 8500. Merðir voru árið 1936 um 500, en voru nú
uni 4700. Útflutningur á skinnum hefur aðallega verið af
Úlegum dýrum vegna aukningar og endurbóta á stofninum.
Þannig voru talin útflutt nú um 1300 refaskinn á 78 þús. kr.
(1938: um 800 á 64 þús. kr.).
Framkvæmdir. í vegamálum var unnið fyrir 2,2 milj. kr.
Þegar atvinnubótafé er meðtalið. Að nýbyggingum vega var
Unnið á 82 stöðum, og voru aðalframkvæmdirnar þær, að
lokið var við veginn á Holtvörðuheiði, sem og nú hefur verið
fær það sem af er vetrinum. Þá var og byrjað á nýjum vegi
yfir Vatnsskarð hjá Bólstaðarhlíð, og unnið að Sogsveginum
unstan Þingvallavatns, sem nú er langt kominn, og loks unnið
að Krísuvíkurveginum, sem nú nær að Kleifarvatni. Var og
settur vélbátur á vatnið, svo að fært er nú suður yfir í Ivrísu-
vikurland. — Brgr voru lagðar á Breiðdalsá hjá Eydölum,
flörgsá nálægt Þúfnavöllum, Reykjadalsá í Borgarfirði og
Staðará á Snæfellsnesi. Viðhald vega fer að vonum vaxandi,
°g var nú unnið fyrir meira fé en nokkru sinni áður eða
850 000 kr.
Simalagningar voru með minsta móti. Aðeins lagðir 34
km. af nýjum talsímaloftlínum. Árið 1938 var lögð lína frá
flnaðsdal á Snæfjallaströnd til Grunnavikur og sæsími þaðan
fil Hesteyrar. Nokkuð af þessum kostnaði kemur á árið 1939.
Nýju línurnar 1939 eru þessar: — Frá Hesteyri til Sæbóls
með álmu að Sléttu, frá Hauksdal til Arnarnúps og þaðan til
^valvogsvita, frá Hnjóti til Hænuvíkur, frá Stóra-Holti til
^juldaness og frá Skriðuklaustri til Bessastaða i Fljótsdal.
Stærsta framkvæmd ársins var lagning jarðsíma yfir
Holtavörðuheiði (um 20 km.). Talsímastöðin á Akureyri var
stækkuð um 100 núrner og nokkrar hreytingar gerðar á lín-
ununi austur eftir vegna Laxárvirkjunarinnar. Um 40 tal-
stöðvar voru settar í skip og báta, og eru þær nú alls
um 300.
Rafvirkjanir. Stærsta framkvæmdin á árinu var orkuverið
v*ð Laxárfossa við Grenjaðarstað með 60 lun. háspennulínu
t'* Akureyrar. Stöðin var tekin í notkun 14. okt. Vélaaflið
er 2000 hestöfl, en hús og þrýstivatnspípa gerð fyrir 4—5000.