Eimreiðin - 01.01.1940, Qupperneq 102
88
ÍSLAND 1939 — STUTT YFIRLIT
eimreiðin
Þrátt fyrir það þótt fyrstu tveir mánuðir ársins 1940 sýni
líka framhaldandi hagstæðan jöfnuð, hefur það þó ekki, þegar
þetta er ritað, nægt til að létta neitt á lausaskuldum bankanna
erlendis, svo að yfirfærslur yrðu auðveldari. Þetta stafar af
því, að auk þess sem sinna þarf hinum eldri skuldum, koma
hin nýju stríðsviðskifti, sem heimta greiðslu út í hönd.
Löggjöf og stjórn. Alþingi sat á rökstólum um 5% mánuð
samtals á vetrarþingi og haustþingi. Voru störf þess mest-
megnis fólgin í breytingu eldri laga. Meðal samþ. laga niá
nefna: Lög um gengisskráningu — Um tekjur bæjar- og sveit-
arfélaga — Um síldarbræðslu á Raufarhöfn — Um varnir gegn
útbreiðslu garnaveiki sauðfjár — Um sölu og útflutning á
vörum — Um mótak — Um tollheimtu og tolleftirlit — Um
tollskrá o. fl. — Ahnenn hegningarlög — Póstlög — Um hita-
veitu Reykjavíkur — Berklavarnarlög — íþróttalög — Lög um
héraðsskóla —■ Um hlutaútgerðarfélög — Um breytingu á fram-
færslulögum o. fl.
Stjórnarsamvinna komst á 18. apríl. Gengu þá sjálfstæðis-
mennirnir Jakob Möller og Ólafur Thors inn í stjórnina, en
Stefán Jóh. Stefánsson tók sæti Haralds Guðmundssonar, er
áður hafði vikið úr stjórninni. Urðu ráðherrar þannig 5 (í stað
3 áður) með þeim er fyrir voru, Hermanni Jónassyni og Ey-
steini Jónssyni.
Slysfarir urðu með minsta móti. Samtals druknuðu 25, þar
af 13 í ám og vötnum eða við bryggjur. Fjórir vélbátar fórust
á sjó eða við land. Togarinn „Hannes ráðherra“ strandaði og
ónýttist.
Mannfjöldi á öllu landinu um áramótin 1938—39 var 118 888
(1937—38: 117 692). Þar af voru í kaupstöðum 57 049 (55 370),
kauptúnum með meira en 300 ibúa 14 327 (14 044) og sveitum
og þorpum 47 512 (48 278). — Ibúatala kaupstaðanna var þessi:
Reykjavík 37 366 (36 103), Hafnarfirði 3 652 (3 673), ísafirði
2 666 (2 651), Siglufirði 2 828 (2 700), Akureyri 4 940 (4 674),
Seyðisfirði 961 (939), Neskaupstað 1 130 (1 150), Vestmanna-
eyjum 3 506 (3 480).
Ii. J.