Eimreiðin - 01.01.1940, Side 104
eimreiðin
Ósýnileg áhrifaöfl.
Eftir dr. Alexander Cannon.
Bók þessi er tileinkuð lieimspek-
ingnum, dávaldinum og mannvin-
inum mikla, Alexander Erskine, svo
og l>eim öðrum, sem rutt hafa veg-
inn á undan oss.
Formáli.
Bók um alvarleg efni, sem gefin er út fimm sinnum í röð á
aðeins tveim mánuðum, hefur áreiðanlega átt meira en lítið
erindi til þess almennings, sem hugsar um vandamál lifsins,
og það er mér óblandin ánægja að rita nokkur formálsorð
fyrir þessari nýju útgáfu af henni.
Ósýnileg áhrifaöfl er merkileg bók, bæði vegna höfundar-
ins og þess efnis, sem hún fjallar um. Dr. Cannon er talinn að
vera einn meðal hinna fremstu þeirra, sem á vorum dögum
leggja stund á að lcanna djúp sálarlífsins, og það er því sann-
arlegt fagnaðarefni, að hann hefur í bók þessari skýrt frá mörg-
um þeirra merkilegu viðburða, sem hann hefur lifað á ferða-
lögum sínum víða um lönd og reynslu sinni í sambandi við
þá. Þessi reynsla hans getur orðið dýrmæt öllum þeim, sem
færa sér hana í nyt, og sem læknir hlýt ég að meta þetta starf
hans mjög mikils.
Víðtæk þelcking hans á lífinu og mönnunum, öflum þeim,
bæði illum og góðum, sem tilverunni stjórna í heimi vorum
og opinberast á ýmsa lund í einstaklingunum, hlýtur að vekja
lesendur hans til rækilegrar umhugsunar. Og þar sem höf-
undurinn beitir þessari þekkingu sinni til að skýra og gagn-
rýna nýjustu kenningar og aðferðir, sem uppi eru i sálarfræði,
með þeirri skarpskygni, sem honum er svo eiginleg, þá kom-
umst vér ekki hjá að viðurkenna, að hér sé á ferðinni óvenju-
lega snjall höfundur, sem gerþekkir efni þau, er hann ritar
um. Þetta á ekki hvað sízt við um þau atriði, er snerta sjúk-
dóma og allskonar geðveiki.