Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1940, Page 106

Eimreiðin - 01.01.1940, Page 106
92 ÓSÝNILEG ÁHIUFAÖFL eijireiðin aðeins fáein atriði þeirra undraverðu í'yrirbrigða, sem þessir menn eru færir um að framkvæma. Engir nema þeir, sem sjálf- ir hafa verið vottar að slíkum furðuverkum, geta metið þau til fulls. Sumar frásagnir þessarar bókar, teknar eftir mikilsvirtum og áreiðanlegum vottum, þar á meðal að minsta kosti einuni hæstaréttardómara, sýna það og sanna, að svai’ti-galdur er til. Þær staðfesta líka kenningu Heilagrar ritningar og frásagnir um djöfulóða menn og þá, sem haldnir voru af illum öndum- Þessi geðveikiskýring er að minsta kosti sízt óvísindalegri en ýmsar hinar yfirborðslegu sálfræði-skýringar nú á tímum. Sagan um það, er Jesús bauð fíkjutrénu að visna og það visn- aði samstundis, er engin hindurvitnasaga, login upp af sagna- riturum fornaldarinnar, heldur segir í henni frá íþrótt, seni enn í dag má sjá framda af yógum, í sumum afskektustu þorp- um Indlands. Þessir yógar hafa náð valdi yfir lífi jurta og dýra og loks einnig yfir lífi manna, og þetta vald sitt nota þeir mönnunum til blessunar. Meðal allra stétta og flokka eru til svartir sauðir, og slíka svarta sauði er einnig hægt að hitta fyrir meðal yóganna, menn, sem hafa horfið frá hinum há- leitu hugsjónum yóga-heimspekinnar og eru teknir að beita valdi þvi, sem þeir hafa öðlast, í eigin hagsmunaskyni. Á þann hátt verður svarti-galdur til: ill öfl eru notuð til þess ilt að fremja, og svo langt getur þetta gengið, að tortiming og dauði hljótist af. Efnishyggjumaðurinn hlær i heimsku sinni að þessum hugmyndum og telur heilaspuna tóman og miðalda- grillur. En það er nauðsynlegt að aðvara hann, eins og alla heimskingja, því ef hann er ekki á verði gegn þessum ósýni- legu, illu öflum, sem sjálf visindin eru nú að sanna, að til séu, þá getur illa farið á þeirri undirbúningsgöngu, sem þetta jarð- líf vort er, undir framhaldslífið, sem í vændum er. í þessari bók er sannleikurinn leiddur í Ijós í þessum efn- um og nýju Ijósi varpað á ýmsa óljósa ritningarstaði, nýr skilningur gefinn á orsökum hins góða og hins illa. Lyftinga- fyrirbrigðum er lýst og söguleg rök færð að því, að slíkar lyft- ingar og flutningar manna, um óravegu úr einum stað í annan, hafi gerst í einni svipan. Því er lýst til hlítar hvað er raun- verulega átt við, þegar talað er um „konungsríki himnanna."
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.