Eimreiðin - 01.01.1940, Síða 106
92
ÓSÝNILEG ÁHIUFAÖFL
eijireiðin
aðeins fáein atriði þeirra undraverðu í'yrirbrigða, sem þessir
menn eru færir um að framkvæma. Engir nema þeir, sem sjálf-
ir hafa verið vottar að slíkum furðuverkum, geta metið þau til
fulls.
Sumar frásagnir þessarar bókar, teknar eftir mikilsvirtum og
áreiðanlegum vottum, þar á meðal að minsta kosti einuni
hæstaréttardómara, sýna það og sanna, að svai’ti-galdur er til.
Þær staðfesta líka kenningu Heilagrar ritningar og frásagnir
um djöfulóða menn og þá, sem haldnir voru af illum öndum-
Þessi geðveikiskýring er að minsta kosti sízt óvísindalegri en
ýmsar hinar yfirborðslegu sálfræði-skýringar nú á tímum.
Sagan um það, er Jesús bauð fíkjutrénu að visna og það visn-
aði samstundis, er engin hindurvitnasaga, login upp af sagna-
riturum fornaldarinnar, heldur segir í henni frá íþrótt, seni
enn í dag má sjá framda af yógum, í sumum afskektustu þorp-
um Indlands. Þessir yógar hafa náð valdi yfir lífi jurta og
dýra og loks einnig yfir lífi manna, og þetta vald sitt nota þeir
mönnunum til blessunar. Meðal allra stétta og flokka eru til
svartir sauðir, og slíka svarta sauði er einnig hægt að hitta
fyrir meðal yóganna, menn, sem hafa horfið frá hinum há-
leitu hugsjónum yóga-heimspekinnar og eru teknir að beita
valdi þvi, sem þeir hafa öðlast, í eigin hagsmunaskyni. Á þann
hátt verður svarti-galdur til: ill öfl eru notuð til þess ilt að
fremja, og svo langt getur þetta gengið, að tortiming og dauði
hljótist af. Efnishyggjumaðurinn hlær i heimsku sinni að
þessum hugmyndum og telur heilaspuna tóman og miðalda-
grillur. En það er nauðsynlegt að aðvara hann, eins og alla
heimskingja, því ef hann er ekki á verði gegn þessum ósýni-
legu, illu öflum, sem sjálf visindin eru nú að sanna, að til séu,
þá getur illa farið á þeirri undirbúningsgöngu, sem þetta jarð-
líf vort er, undir framhaldslífið, sem í vændum er.
í þessari bók er sannleikurinn leiddur í Ijós í þessum efn-
um og nýju Ijósi varpað á ýmsa óljósa ritningarstaði, nýr
skilningur gefinn á orsökum hins góða og hins illa. Lyftinga-
fyrirbrigðum er lýst og söguleg rök færð að því, að slíkar lyft-
ingar og flutningar manna, um óravegu úr einum stað í annan,
hafi gerst í einni svipan. Því er lýst til hlítar hvað er raun-
verulega átt við, þegar talað er um „konungsríki himnanna."