Eimreiðin - 01.01.1940, Blaðsíða 122
108
RITSJA
EIMREIÐIN'
menn af mörgum trúarflokkum honum til grafar með ást og virð-
ingu.
Hér er ekki rúm né tækifæri til að rekja allar kcnningar eða lær-
dóma Baliai-trúarinnar, en l>að nægir að segja, að henni her í siða-
kenningum sínum yfirleitt saman við önnur æðri trúarhrögð, en er
nánara til tekið skilgetið afkvæmi 1!). aldarinnar, með kenningum
hennar um frelsi, jafnrétti og lýðræði. Alþjóðahyggja sú, sem auð-
kennir öll æðri trúarbrögð og lýsti sér fagurlega á margan liátt á 13'
öldinni, t. d. með allijóðlega hjálparmálinu Esperantó, sem dr. Zamen-
hof bjó til, — er ríkur liáttur í Bahai-trúnni. Frá trúfræðilegu sjónar-
miði er ]iessi trú injög aðgengileg, lítið um sérkreddur. Auðvitað álita
fylgjendur ]>essa trúarflokks sína spámcnn (Bab og Bahá’u’lláh) vera
i mestu samræmi við timana og ástand lieimsins nú, og heimfæra upp
á ])á ýmsa spádóma (t. d. i ritningunni), auk ]iess sem þeir hafa sjálfir
látið ýmsa spádóma frá sér fara. En Bahai-trúarmenn telja t. d. Búddha.
Krist og Múhameð mikla spámenn, sem séu einnig allrar lotningar verðir.
En livaða erindi á nú bók eins og ])essi til vor Islendinga? Fyrst og
fremst flytur hún allmikinn fróðleik um merkilega og ágæta menn.
sannkallaða spámenn og sjáendur. Og svo er það nú ])annig, að þótt vér
höfúm „Móse og spámennina", Krist og kirkjuna, |)á er ef til vill ekki
loku fvrir það skotið, að vér gætum lært citthvað gott af Baliai-trúnni,
sem er áreiðanlega einn þátturinn i l'eit mannanna að guði.
Jakob Joh. Smúri.
GuSmundur Gislason Jlagalin: SAGA ELDEYJAR-HJALTA (skráS eflir
sögn hans sjálfs). I.—-II. bindi. Reykjavik 1939. (ísafoldarprentsmiSju
h/f). Sjaldan hefur komið eins stór og mikil sjálfsæfisaga út á íslenzku
og aldrei eins skemtileg. Sjálfsæfisaga verður hún að heita ]>essi æfi-
ferilsskýrsla Hjalta skiþstjóra Jónssonar, þvi eftir sögn hans sjálfs er
liún skráð. Hitt er svo annað mál hve mikinn ])átt skrásetjarinn Haga-
lín kann að eiga í því, hve sagan er afhurða vel og skemtilega sögð.
Heiðurinn af því verki verða þeir báðir að eiga í saméiningu, en hitt
er óhætt að fullyrða, að ekki gat Hjalti valið heppilegri mann til starf-
ans en hið ritslynga skáld Guðmund Gislason Hagalín.
Saga Eldeyjar-Hjalta er jafnframt saga islenzku þjóðarinnar á endur-
vakningartímabili hennar og umhrotatimum síðustu sextíu árin. Sagan
heíst um það leyti, er þjóðin var enn lömuð og litilsmegandi, „hroki á
aðra liönd með orku i verki, á hina bljúgir menn“, útlenda valdið og
innienda auðmýktin voru mest áberandi einkennin á þjóðlífinu. En
landinn er um það bil að vakna, finna mátt sinn og byrja að veita
viðnám. Hjalti Jónsson verður fljótt framarla í þeirra hópi, sem ekki
láta lilut sinn fyrir kúgaranum. Gott sýnishorn ])essa er viðureign hans
við Bryde kaupmann í Vestmannaeyjum, sem greinir frá í mjög skcniti-
legum kafla í fyrra hindi bókarinnar. En saga Hjalta er ekki aðeins
saga URpreisnarmannsins gegn ranglæti og ofbeldi, lieldur saga athafna-