Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1944, Page 35

Eimreiðin - 01.10.1944, Page 35
eimreiðin GENGIÐ Á SNÆFELL 259 lilundi. Veður var milt og kyrrt og „sólskin upp á hvern tind“. Morgunkaffið hituðum við við grávíðisprek, sem við höfðum tínt saman kvöldið fyrir, og hertum á kyndingunni með steinolíu, fcem Páll bóndi hafði af mikilli forsjá í farangri sínum. Á meðan kaffivatnið var hitað snæddum við morgunverð, er nægja skyldi til Snæfells-göngu. Að því búnu skiptum við liði; tveir sóttu hestana og tygjuðu þá, en tveir tóku saman tjald og farangur og ^jtiggu um. Klukkan 7,30 stigum við á hestana og snerum til baka sömu leið, sem við höfðum komið, inn og vestur í Þjófadal. Þaðan lögð um við leið upp skoruna á milli líparítliryggjarins áðumefnda og nyrzta Þrælalinjúksins í vesturröð þeirra, en þó í hlið hryggjarins. Sáum við brátt, að greiðfærara myndi vera í hinni hlið skoruimar vegna þvergilja í liryggnum, en treystumst þó ekki að flytja okkur yfir í hina hliðina, vegna þess að okkur sýndist gilbotninn á milli torfær. Líka álitum við, að betra hefði Verið að ná háröðli liryggjarins strax á enda hans og fylgja honum svo að mótum hans og fjallsins. Nær tvo klukkutíma tók okkur lerðin á hestunum frá tjaldstaðnum upp á hrygginn við mót bans og fjallsins. Þar á háhryggnum stóð í fegursta blóma hin iturvaxna, þreklega og undurfagra jöklasóley. Auk hennar vaxa þarna á strjálingi í berri og blásinni líparítmölinni geldinga- bnappar, músareyru og holurt. — Hvergi sáum við jöklasóley annars staðar á leið okkar. Við gengum nu frá hestunum og bjuggumst til göngu. Bolföt °kkar, hin ytri, bundum við á ermunum um axlirnar sumir, en sumir fram um mittið. Uppgangan af líparíthryggnum var á suðvesturhorn fjallsins. Neðanfrá að sjá voru það snarbrattar flugskriðubrekkur, að- greindai af lítið áberandi hjallabrúnum, og hjarnfannir, er ofar bró. — Reyndist og leiðin svo. Ef við félagar hefðum verið á léttasta skeiði eða vanir fjall- göngumenn, liefði okkur litizt þessi leið léttfær. En livorugu var >il að dreifa. Sá okkar, sem yngstur var, var 53 ára, en sá elzti b? ára; og erfiðar göngufarir höfðum við ekki iðkað um mörg ár. Við skildum því, að okkur tjóaði ekki að sækja uppgönguna með áhlaupi eða af kappi, heldur setja við þolið, ganga hægt °g blása mæði eftir þörfum. Nesti höfðum við ekki með okkur utan lítils háttar þurrkaða

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.