Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1944, Blaðsíða 35

Eimreiðin - 01.10.1944, Blaðsíða 35
eimreiðin GENGIÐ Á SNÆFELL 259 lilundi. Veður var milt og kyrrt og „sólskin upp á hvern tind“. Morgunkaffið hituðum við við grávíðisprek, sem við höfðum tínt saman kvöldið fyrir, og hertum á kyndingunni með steinolíu, fcem Páll bóndi hafði af mikilli forsjá í farangri sínum. Á meðan kaffivatnið var hitað snæddum við morgunverð, er nægja skyldi til Snæfells-göngu. Að því búnu skiptum við liði; tveir sóttu hestana og tygjuðu þá, en tveir tóku saman tjald og farangur og ^jtiggu um. Klukkan 7,30 stigum við á hestana og snerum til baka sömu leið, sem við höfðum komið, inn og vestur í Þjófadal. Þaðan lögð um við leið upp skoruna á milli líparítliryggjarins áðumefnda og nyrzta Þrælalinjúksins í vesturröð þeirra, en þó í hlið hryggjarins. Sáum við brátt, að greiðfærara myndi vera í hinni hlið skoruimar vegna þvergilja í liryggnum, en treystumst þó ekki að flytja okkur yfir í hina hliðina, vegna þess að okkur sýndist gilbotninn á milli torfær. Líka álitum við, að betra hefði Verið að ná háröðli liryggjarins strax á enda hans og fylgja honum svo að mótum hans og fjallsins. Nær tvo klukkutíma tók okkur lerðin á hestunum frá tjaldstaðnum upp á hrygginn við mót bans og fjallsins. Þar á háhryggnum stóð í fegursta blóma hin iturvaxna, þreklega og undurfagra jöklasóley. Auk hennar vaxa þarna á strjálingi í berri og blásinni líparítmölinni geldinga- bnappar, músareyru og holurt. — Hvergi sáum við jöklasóley annars staðar á leið okkar. Við gengum nu frá hestunum og bjuggumst til göngu. Bolföt °kkar, hin ytri, bundum við á ermunum um axlirnar sumir, en sumir fram um mittið. Uppgangan af líparíthryggnum var á suðvesturhorn fjallsins. Neðanfrá að sjá voru það snarbrattar flugskriðubrekkur, að- greindai af lítið áberandi hjallabrúnum, og hjarnfannir, er ofar bró. — Reyndist og leiðin svo. Ef við félagar hefðum verið á léttasta skeiði eða vanir fjall- göngumenn, liefði okkur litizt þessi leið léttfær. En livorugu var >il að dreifa. Sá okkar, sem yngstur var, var 53 ára, en sá elzti b? ára; og erfiðar göngufarir höfðum við ekki iðkað um mörg ár. Við skildum því, að okkur tjóaði ekki að sækja uppgönguna með áhlaupi eða af kappi, heldur setja við þolið, ganga hægt °g blása mæði eftir þörfum. Nesti höfðum við ekki með okkur utan lítils háttar þurrkaða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.