Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1944, Side 45

Eimreiðin - 01.10.1944, Side 45
Niaianwia GRÁR LEIKUR 269 Ivar leit hægt a mig og beint í augu mín, ofboð hægt, eina °g hann væri að leita að einhverju, athuga, aðgæta, — nei, það var ekki glampi af háði né skuggi af lítilsvirðingu í svip iians — eins og ég hafði þó hálft í hvoru búizt við. — Hann yar nú alveg grímulaus, barnsleg, ung augu, -— eins og fyrrum. — «Já, af hverju ættum við ekki að tala eins og okkur býr í brjósti?” sagði liann, „úr því að þessi stund er einhver náðar- hmi, þegar allt er leyfilegt. — Ég væri ekki með öllum mjalla, ég hætti við að skjóta refinn, sem þú varst að tala um, hver 'nundi telja mig með öllum mjalla, ef ég liætti við að sigra dýrið, sem ég liafði elt allan daginn, — drepa dýrið, á ég við? Ág skal segja þér það, að refurinn er fótlivatur og seigur, það þarf mikið þrek og þolgæði til þess að elta liann uppi á I>ersvæði, það þarf bæði slægð og þolgæði. Og þessi refur er svangur og grimmur, engu síður en ég. — Engu síður, — og nlveg samvizkulaus. ----------Já, en Doll segir við mig þarna, sem við stöndum í anddyrinu og horfum á þessa lilægilegu ös af fólki — og eins og ég sagði þér áðan, lield ég utan um Doll, °g hún stendur fast upp að mér, hún segir: „Mikið liræðilegt veður.“ „Hvað gerir það,“ segi ég, „við ökum lieim. Bíllinn Ritnn er hérna við dyrnar.“ „Ekki heim til þín,“ segir hún. „Þá þín.“ „Nei,“ segir hún. I því kemur Örn Gunnarsson og iiópur með lionum. „Doll og Ivar,“ segir hann, „viljið þið lialda ;'fram með okkur, heima lijá mér og Dóru?“ „Doll segist vera i'áðin annars staðar,“ segi ég, „en við sjáum nú til; þökk. Ég kem kannske, ef ég þá ekki verð kyrr, þar sem Doll verður.“ ■’Já, komdu bara,“ segir Örn, „en komdu lielzt með Doll líka. Hvar verður þú annars, Doll?“ „í Sjangrila.“ -— Dálítill kæru- Éaus, þægilegur, fallegur hlátur á báða hóga. Þessi notalega, góðláta fyrirlitning á sjálfum sér og öðrum.“ . ”Mér datt nokkuð í liug, út af því, sem þú ert að segja,“ sagði eg’ „og það er bezt, að ég noti þennan náðartíma, sem þú kallar, Þögar allt er leyfilegt, eins og þú segir. Menn, bæði þú og aðrir, hklega ég sjálf líka, eru að reyna að vera öðruvísi en við erum. IJað eru og verða alltaf til þúsundir af fólki eins og við erum a3 reyna að vera. Það er tíðarandinn, tuttugasta öldin. Þú gætir Vafalaust orðið sjaldgæfur maður, ef þú reyndir ekki að vera annað en það, sem þú vilt vera.“

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.