Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1944, Page 88

Eimreiðin - 01.10.1944, Page 88
312 RITSJÁ NiaiaHMia Helgasonar yfir Nýjatestamenti Odds Gottskálkssonar, því að þeir liafa orðið einn af hyrningarsteinum ís- lenzkrar tungu. Aðrar þjóðir gera orðabækur yfir þau rit sín, er líkt iná uni segja. Er þess að vænta, að Háskólinn láti nú ekki lengur drag- ast að koma því verki í framkvæmd. Sn. J. SigurSur Briem: MINNINGAR. Reykjavík 1944 (lsajoldarprent- smiSja h.f.). Minningar Sigurðar Briem, fyrr- verandi póstmeistara, eru skemmti- leg hók. Þar er frá mörgu sagt, mönn- um og hestum, stærri og minni at- burðum og atvikum o. s. frv. — og yfir öllu hvílir hlær góðlátlegrar gamansemi og kímni. Lýsingar á mönnum og málefnum eru að vísu stundum nokkuð bersöglar, en ekki finnst inér ástæða til að taka sér slíkt nærri. Um áreiðanleik einstakra atvika og lýsinga í „Minningunum“ get ég raunar ekkert sagt, og má vel vera, að eitthvað hafi skolazt til í minni höf., eins og eðlilegt er, en yfir frásögninni er svipur samvizku- semi og trúverðugleika, svo að eng- inn þarf að efast um, að höf. hefur allan hug á því, að segja sem sannast og réttast frá. Þegar gamlir menn segja skilmerki- lega frá langri ævi, hlýtur þar að koma saman mikill fróðleikur, og ekki hvað sízt þegar um slíka breyt- ingatíma er að gera, sem hér um ræðir. Sig. Briein hefur tekizt vel að segja frá löngum og nierkilegum æviferli, og liafi liann þökk fyrir. Því miður eru alhnargar prent- villur í bók þessari, en að vísu eng- ar mjög bagalegar. Þó hefði verið æskilegt, að betur hefði verið vand- að til prófarkalesturs. Bókin er prýdd niörgum myndum. Jakob Jóh. Smári. GuSmundur Gíslason Hagalín: FÖRUiyAUTAR. ísafjörSur 1943 (ísrún). Þetta síðasta sögusafn Hagalíns er rúniar 500 bls. í allstóru broti og þvi allmikil bók að vöxtum. í henni eru 9 sögur og þar á meðal ein löng, um 200 hls., fremur róman en smásaga. Hinar geta allar í flokki smásagna talizt. Þessi lengsta saga í safninu nefnist KirkjuferS: æviferill konu einnar, sem er norn í aðra röndina og gædd sannkölluðu bægifótareðli- Þó býr höf. þannig að henni, að hon- um tekst að halda samúð lesandans ineð henni, þrátt fyrir nornarlundina, fram í rauðan dauðann. Saga þessi er fágæt mannlýsing, livað aðalpersón- una suertir. Sögurnar Messan í garSinum og SkilningstréS eru livor annarri betra dæmi þeirrar frásagnargáfu, seni höf. er gæddur. Aftur á nióti virðist skorta á lieilsteypta meðferð sögu- efnis í FjallamaSur. Hrakfarir oflát- ungsins í sögunni eru fyrirsjáanlegar og koma ekki á óvart. Of langur að- dragandi er að meginatburði sögunn- ar, eða sagan réttara sagt röð lilið- stæðra athurða og verður við þetta hvorttveggja áhrifaminni en þurft liefði að vera. Vart mun ólíklega til getið, að hæði í þessari sögu og sog- unni Sanda-GerSur liafi höf. liundið sig meir við sanna fyrirmyndúr lífinu, athurði, sem liann þekkti þaðan, en hollt reyndist. Sains konar fyrirhrigð' getur lesandinn freistast til að finna í KirkjuferS, þar sem er bæjarfóget- inn. Fyrirmynd þeirrar persónu virð- ist þar segja til sín, svo vart sé um

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.