Eimreiðin - 01.07.1949, Page 9
EIMREIÐIN
|
Júlí—september 1949 ■■ EV. ár, 3. hefti
Við þjóðveginn.
30. september 1949.
Nýjar kosningar.
Nýjar kosningar til alþingis standa fyrir dyrum.
Allir fjórir stjórnmálaflokkarnir hafa nú skilað fram-
boðum sínum og fylkt liði. Síðan kunnugt varð, að
kosningar yrðu í haust, hafa vopnin verið aregin fram,
brandar brýndir og brynjur bættar. Vopnaburðurinn
hófst með harki nokkru, svo sem lætur að líkum á
vígvelli, og hefur það hark heldur aukizt þvi nær
sem dregur kjördegi. Riddaralegar viðureignir hafa
verið háðar, með beittum og blikandi sverðum andans,
°g fólkið í landinu hefur fylgzt með af áhuga slíkum
viðureignum, milli heiðarlegra andstæðinga á orrustu-
velli stjórnmálanna. En klámhöggin hafa líka verið
^átin dynja og eins og ævinlega orðið þeim, sem
greiddu, margfalt meiri hnekkir en þeim, sem fyrir
urðu — og kjósendunum til raunar.
Þrátt fyrir allan þenna gný frá hinum útnefndu um-
sækjendum um þingsætin, er samt eins og sjálft fólkið
í landinu, sem á að taka þeim eða hafna, sé ekki eins
áhugasamt um úrslit kosninganna nú eins og gera
uisetti ráð fyrir í lýðfrjálsu landi. Talsvert ber á tóm-
læti um þessi mál. Útkoman verður svipuð og áður,
Sama pjakkið niður á við, heyrist tautað hér og þar,
°g jafnvel sum blöðin hafa tekið upp svipaðan tón.
Hvað veldur? Er það svo, að folk liti þannig a, að
Hjálsar kosningar séu ekki lengur í gildi á íslandi,
11