Eimreiðin - 01.07.1949, Blaðsíða 13
EIMREIÐIN
Núíímabókmennlir Finna.
Eftir Unto Kupiainen, dr. phil.
[Unto Kupiainen er finnskur bókmenntafræðingur,
fæddur 1909, doktor í heimspeki árið 1940. Hann
hefur samið mörg bókmenntasöguleg rit, sem komið
hafa út í föðurlandi hans, m. a. rit um kímnina í
finnskum bókmenntum og annað um finnska ljóð-
list. Hann er einnig þekkt ljóðskáld, og hafa komið
út eftir hann átta Ijóðasöfn, þar á meðal „Gígurinn“
(1947) og „Hamfarir örlaganna" (1948), ennfremur
nokkur ritgerðasöfn um menningarmál. Greinina,
sem hér fer á eftir, hefur liann samið beint fyrir
Eimreiðina, og hefur greinin ekki áður birzt á
prenti erlendis. Myndirnar, sem fylgja, eru gerðar
eftir ljósmyndum, sem höf. hefur góðfúslega útvegað
og lánað Eimr. til afnota. Ritstj.].
Stríilsárin liafa markað tímamót í finnskum bókmenntum, —
ekki sér]e<;a glögg eða gagnger. Upp úr því fari, er þau ristu
'i’-eð þungum plógi sínum, hefur vaxið sáðkorn, sem enn hefur
ekki borið fyllilega sýnilegt ax. En vaxtarbroddurinn er í mörgu
t,],iti annar en á tímanum fyrir stríð.
Einiiskar bókmenntir hafa jafnan verið mjög hefðbundnar, og
það eiga rætur sínar að rekja til skapgerðar þjóðarinnar.
tokin fara fram hægt og með langri þróun. Bezta sönnunin fyrir
■ Vl er finnska skáldsagnaritunin, sem hefur við hverja endurnýjun
i'aldizt að mestu áfram á grundvelli innlendra þjóðlífslýsinga.
hægð hefur skáldsagnaritunin fært út kvíarnar frá sveita-
^yggðinni til borgarinnar, inn á lífssvið verkamannanna, mið-
stéttarinnar og menntafólksins. Á síðasta aldarfjórðungi hefur
orðið greinileg breyting í þessa átt í bókmenntum vor Finna, án
bess þó að hin gamla liefð hafi vikið. Sum hin fremstu meðal
^ollþroska sagnaskálda nvi á tímum eru ósviknir borgarhúar.
Undir eins eftir stríðslokin kom vit fjöldi rita, þar sem tekin
v ar til meðferðar sú menningarkreppa, sem stríðið hafði valdið —
°g einkum andleg örlög þeirrar æsku, sem hafði á viðkvæmasta