Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1949, Side 18

Eimreiðin - 01.07.1949, Side 18
170 NÚTlMABÓKMENNTIR FINNA EIMREIÐIN Han, mennesket bare, kan signende si: Kom, evige natt, fra det vide — Guds sol, synk i havet, gjor dagen forbi — bli stille, min sjel, o du lykkelige. Og ljámannen slo ned sin grode. Kun mennesket takket og dode. Ljóð Hellaakoskis bera framar öllu öðru svip hinnar sérstæðu skaphafnar hans. Hann er stórskáld í finnskri ljóðagerð vegna jákvæðs liugarfars og skapfestu, og liann er lieilsteyptur í sann- leiksleit sinni. Jafnframt má telja hann fyrsta nútímaljóðskáld vort í dýpstu merkingu þess orðs, surrealista, sem á 3. tug þess- arar aldar hóf byltingu gegn hefðbundinni klassískri Ijóðtján- ingu. Til byltingarsinna í kveðskap má og telja P. Mustapaa (Martti Haavio, prófessor, fæddur 1899), en liann heldur, sem meistari hljóðfalls og hrynjandi, áfram þeirri baráttu, sem Hellaakoski lióf. Einnig liann hefur sent frá sér aðalverk sín nú á þessum áratug, þótt liann byrjaði skáldferil sinn á 3. tug aldarinnar, meðal þáverandi nýstefnuskálda, er nefndust „tulenkantajat“ (blysberarnir). Helztu skáldverk hans eru „Jaahyvaiset Arkadi- alle“ (1945) og „Koiruoho ruusunkukka“ (1947), og auk þess kvæðaflokkur, sem birtist í heildarsafni Ijóða lians, „Ei rantaa ole, oi Thetis“ (1948). Hann byrjaði með ungæðislegum ástaljóð- uin, oft í frjálsu formi, þar sem einkuin bar á blygðunarsemi unglingsins, kímni og viðkvæmum lífskenndum. 1 æsku orti hann einnig gagnyrt þjóðsöguljóð um hrikaleg efni. Síðar bjó liann til sérstakan persónugerving í kvæðum sínum, ástfanginn og heimspekilega sinnaðan skriffinn, en í hugleiðingar lians gat hann úthellt sínu eigin hugsanaflóði. Innsta tilfinningin í þessum ljóðum er söknuðurinn, en angurblíðan er lijúpuð andríkri kímni. 1 ferskum náttúrulýsingum hans skýtur jafnan upp þeirri til- finningu, að æskan sé horfin á braut og dauðinn bíði. Mustapáá sækir sér efni úr fomri goðafræði í ríkum mæli, en liann liefur kunnað að steypa það upp í persónulegu og sjálfstæðu formi. Yndisþokki sá, er livílir yfir kvæðum hans, stafar fyrst og fremst af þeim ferskleik, sem liann syngur með um hinar ævagömlu frumkenndir: ást, hamingju, þjáningu og dauða. Sú „ljóðræna

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.