Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1949, Page 20

Eimreiðin - 01.07.1949, Page 20
172 NÚTÍMABÓKMENNTIR FINNA EIMREIÐIN deildarforingi í fremstu víglínu, en þar sem honum tekst bezt, kemur fram háleit samúS með öllu mannlegu. Ljóðlistin í þessu skáldverki er tildurslaus, jafn sneydd ofsa sem tilfinningasemi- En hin marglirellda finnska ættjarðarást hefur tæplega nokkru sinni veitt sársauka sínum og viðkvæmni útrás á jafn áhrifamik- inn hátt og í sumum erindum þessa verks. Hér sjást dæmd liús, Hadesar-fljót (dauða-fliót) og njósnaflokkar að næturlagi, — sama óblíða myndin í ljóðinu sem í landssögunni af þungbærum vetri. sem finnsk kynslóð liefur lifað. Og í þessari mynd liefur Jylha sinn Diogenes, sem að næturlagi reikar milli varnarvirkj- anna og lýsir upp andlit sofandi hermannanna með Ijóskeri sínu og kannar mannlegt eðli. Mikilleiki ,,Hreinsunareldsins“ er fólg- inn í því, að hermennirnir, sem þar er lýst, eru stórfenglegir í einfaldleik sinum. Þeir eru hljóðar, nafnlausar hetjur, sem um- yrðalaust ganga út í kúlnaregnið til að sækla vatn handa særðum félaga og sýna af sér sannan drengskap í einu og öllu. Og sjaldan hefur hlóðugur raunverulciki endurkastað Ijómanum af fegurstu helgisögn mannkynsins eins og í kvæðinu ,,Pyha yö“ (Nóttin lielga), þar sem þrír hermenn í óbyggðnm krjúpa á kné í kaf- aldinu til að hiðja og minnast lieimilisins, eiginkonunnar, móður- innar, barnsins. Einnig þetta kvæði liefur Lange Fliflet, magister, þýtt á norsku: Og sá stod de skjeggede hyrder stille pá nattevakten, mens kulden stakk, pá vakt mot hvad som enn konime vilde, sá ingenting skulde fá ska den lille — og himlen og jorden sang takk. Og se, over Finnlands skogmarker blinket en stjerne nu, storre enn andre; vi alle vendte oss dit den blinket, og alle oss var det hjem den vinket, den stjernen, storre enn andre. I „Kiirastuli“ gerir Jylha grein fyrir þeim þungu byrðum, sem örlögin lögðu á kynslóð lians. Jylha, sem eins og Mustapaa telst til „tulenkantaja" kynslóðarinnar, hefur jafnan reynzt vera fyrst

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.