Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1949, Page 24

Eimreiðin - 01.07.1949, Page 24
176 NÚTÍMABÓKMENNTIR FINNA EIMREIÐIN og ritverk haus eru full af „atburðum“, hverjum á fætur öðrum- Hann er ósvikinn borgarrithöfundur, sem getur lýst jafnvel menntafólkinu á sannfærandi hátt. Hann hefur gefið út umfangs- mikið skáldrit í þrem bindum, sem gerist í Helsinki. Sem smá- sagnahöfundur er hann meðal þeirra fremstu, er nú lifa. Bæði í skáldsögunum og smásögunum kemur fram mikið lífsfjör, sem fær sérstæðan blæ í Ijóðrænum og oft viðkvæmnislegum stíl hans. Þó mun óliætt að segja, að þá fyrst hafi þessi gáfaði höfundur lagt fram fullan skerf, er hann sendi frá sér hina miklu sögu- legu skáldsögu frá Austurlöndum til forna, „Sinuhe, egyptilainen“ (Sinuhe, Egiftinn, 1945), sem þýdd hefur verið á margar tungur. Rit þetta, sem samið er í fornlegum stíl og með tillitslausri ber- sögli, er ótvírætt eitl snjallasta verk í finnskum bókmenntum. Waltari liefur meistaralegt vald á risavöxnu kerfi hinnar stóru sagnagerðar, og í „Sinulie“ birtist einmitt árangurinn af djúphug- ulli, efagjarnri lífsskoðun hans. Hann er einnig gæddur fágætri kímnigáfu, en kímni lians er ekki glettin og gáskafull, heldur hinn naprasti hálfkæringur í hvívetna. „Sinuhe“ hefur vafa- laust orðið til í deiglu styrjaldarinnar. Og segja má, að Waltari taki þar til meðferðar fólk og þjóðfélag bæði nútímans og allra tíina, þótt sögusviðið sé valið frá fyrri öldum og með þeirra blæ- Waltari er einnig meðal fremstu leikritahöfunda Finna. Leikrit lians eru eins konar „harmskopleikir“, og kemur þar aftur fram liin mikla lífs- og mannþekking höfundarins. Af núlifandi leik- ritahöfundum verður tæplega öðrum en eftirfarandi skipað á bekk með honum: Ensio Rislakki, Ilmari Turja og Hella Vuolij- oki, — síðast nefndi höfundurinn liefur tekið þjóðfélagsmál til meðferðar í verkum sínum. Annars skortir nokkuð á, að finnskar leikbókmenntir 6tandi með verulegum blóma nú á tímum. Nú í nokkra áratugi liefur öreigaskáldskapur verið mikilvægur þáttur í finnskum hókmenntum. Lengst á því sviði hefur Toivo Pekkanen (f. 1902) komizt. Hann er hóglátt félagssinnað skáld og sálfræðingur, sem einkum lýsir samfélagi manna innbyrðis. Verk það, er aflaði honum viðurkenningar, „Tehtaan varjossa (í skugga verksmiðjunnar, 1932), — en það gerist meðal verk- smiðjufólks í borg, — sýndi, að Pekkanen er, þrátt fyrir alla félagshyggju sína, greinilegur einstaklingshyggjumaður. Þetta atriði í list hans mætti jafnframt nefnast finnski stimpillimi a

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.