Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1949, Page 33

Eimreiðin - 01.07.1949, Page 33
eimreiðin KONAN Á STAKKSTÆÐINU 185 Htlu neatistöskuna sína. En við liinar, sem liéldum hópinn, höfð- tun misst alla löngun í morgunbitann. Vinnugleðin og ánægjan yfir góða veðrinu hafði laumast burtu frá okkur. Verkstjórinn gekk fram hjá. Hann leit á úrið sitt, sendi Pálu geðvon/.kulegt hornauga og gekk inn í fiskgeymsluna. — Komdu liérna til okkar, Pála, og fáðu þér morgunbitann Þinn, kallaði ég. — Ætli ég liafi ekki nógan daginn, svaraði Pála, jafn liægt °g rólega og hún var vön, en mér fannst lireimurinn í rödd hennar allt annar en áðan, þegar hún svaraði Birni, og þessi raddhreimur truflaði mig í svipinn. — Heyrðu, Pála. Farir þú lir vinnunni, fer ég líka. Pála leit hægt upp og liorfði fast á mig í gegnum dökk gler- atigun. — Við förum allar, kallaði ein stúlkan. '— Við gerum stræk á hann, sagði Heiða, um leið og liún stóð ttpp og setti liendurnar í síðurnar. f*að fór ánægjukurr um hópinn. Allar voru sammála. '— Veiga, viltu láta karlinn vita, livað er á seyði, eða á ég að taka málið að mér. — Heiða var aðsópsmikil. Vertu róleg, Heiða, ég skal tala við verkstjórann. Björn stóð í fiskgeymslunni og athugaði hvar bezt færi um fiskinn, sem átti að flytja inn til pökkunar. Kaffitíminn er ekki alveg búinn, Veiga mín, sagði hann, begar liann sá mig, jafn alúðlega og hann átti vanda til. ■ Já, ég veit það. En Björn, þú ættir að lofa lienni Pálu að yera, fyrst liún er komin. fJjörn liorfði á mig köldum augum: — Þú ættir ekki að skipta þér af þessu, Veiga. Ég á ekki gott með að segja eitt í dag og annað á morgun. Þú skilur það. Ég verð að láta hlýða mér. Ég liorfði á Björn. Var honum alvara að neita mér um þetta? Þú ættir samt að lofa mér að taka hana með mér að stakkn- ltui, sem við förum að breiða. Ég veit, að allir verða ánægðari uteð það og treysta þér bezt til að breyta þannig. - Heldurðu að liún flýti fyrir, ef þú lætur hana bera á móti þér? "— Nei, hún myndi breiða, eins og hún er vön.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.