Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1949, Síða 34

Eimreiðin - 01.07.1949, Síða 34
186 KONAN Á STAKKSTÆÐINU eimreiðin Björn horfði nokkra stund fram fyrir sig og sagði svo allhast- ur: — Taktu þá kerlingarbjálfann með þér. Pála tók því furðu vel að koma með okkur til vinnu. Reyndar sagðist hún geta farið heim, en Heiða fullyrti, að þá myndum við allar leggja niður vinnu. Verkstjórinn gekk um, þögulli en hann átti vanda til, og það var óvenju þögn yfir öllum á reitn- um. Það var unnið jafnt og vel þennan dag. Það skapaði öryggis- tilfinningu að geta staðið saman, þegar á reyndi, og sii tilfinning veitti sérhverjum einstaklingi aukna starfsgetu. Að loknu dagsverki áttum við Pála samleið nokkuð af heim- leiðinni. Venjulega höfðum við orðið samferða þennan spöl, án þess að ræða hvor við aðra. En nú fór Pála að tala um það við mig, hvort ég væri til með að ganga snöggvast heim með sér. Ég þagði við. Eftir langan vinnudag var liver og einn feginn að komast heim til sín. En þessi ókunna kona á upplituðu, gömlu kápunni, með stóru, dökku gleraugun, hafði verið mér. hálfgerð ráðgáta, og því skyldi ég nú sleppa tækifærinu, kannske því eina, sem mér byðist, til að kynnast henni ofurlítið betur? Ég þáði því boðið og hélt áfram með Pálu. Við gengum hvor við annarar hlið, en sögðum ekki orð. Mér fannst sem Pála liefði gleymt, að ég var með henni og væri horfin inn í heim minninganna. Allt í einu greip það mig, hvort ég væri ekki að gera einhverja vitleysu að vera að fara heim með þessari konu? Pála var mér eiginlega alveg ókunnug. Það sótti að inér einliver óhugur, sem ég var ennþá ekki laus við, þegar við komum í íbúð Páln. — Þú verður að fyrirgefa allt hérna inni, sagði Pála vand- ræðalega, en með fyllri rödd og meiri myndugleik en ég liafði heyrt til hennar áður. Hún fór nú úr upplituðu kápunni, tók af sér höfuðklútinn og gleraugun og strauk nokkrum sinnum með handklæðinu yfir andlit sér. Ég horfði undrandi á hana. Þarna kom allt önnur Pála fyrir augu mín en sú sem ég var vön að sjá á stakkstæðinu lijá Birni verkstjóra. Ég gat ekki annað en liorft á dökkt, glansandi hárið, sem hún lagði í sveig yfir höfuð sér. Þreytulegi ellifölvinn, sem áður liafði verið á andliti hennar, var horfinn. Ungleg og hress Pála stóð fyrir framan mig. — Þú ert ekki einu sinni gömul, sagði ég full undrunar. Pála brosti og horfði á mig djúpum, yndislegum augum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.