Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1949, Page 36

Eimreiðin - 01.07.1949, Page 36
188 KONAN Á STAKKSTÆÐINU EIMREIÐIN Þó Pála væri ein sú ævintýralegasta manneskja, sem ég hafði séð á minni stuttu ævi, gat mér ekki dottið í liug, að hún væri rugluð, til þess bar hún með sér of mikinn yndisþokka. — Þú ert kornung ennþá, Veiga litla, sagði Pála, — og eygir þess vegna htið af lífsreynslunni, sem vonlegt er. Fyrir mér fer nú að byrja að halla undan fæti. Þegar ég var á þínum aldri, fannst mér ég eiga svo mikla framtíð á lieimsins mælikvarða, að frá þeirri hlið sá ég ekkert nema sólskin. Foreldrar mínir voru eins vel stæð og á varð kosið. Ég var yngsta barn þeirra og augasteinn og jafnframt eina barnið þeirra, sem ófarið var úr foreldrahúsum. Þó var einn skuggi í liuga þeirra um velferð mína. Ég var skyggn, og þau óttuðust, að ég myndi liafa óþægindi af því, síðar meir á lífsleiðinni, eða það stæði fyrir gæfu minni á einhvern hátt. Oft sá ég það, sem engum var hægt að skilja í. Pála stundi við. En áhugi minn og eftirtekt var vöknuð til fulls og þreytan eftir strit dagsins liorfin. ■— Þér er kannske illa við, að ég segi þér þessar endurminn- ingar mínar, sagði Pála, og liorfði á mig djúpt og rannsakandi. —• Nei, aðeins þú sjáir þér fært að treysta mér, svaraði ég einlæglega. — Hvort ég treysti þér, þannig kjósa menn vini sína, sagði Pála lágt og brosti hlýlega til mín. En ég fann um leið, að hún stóð næstum undarlega fjarri mér, þessi elskulega kona. Það var máske okkar óh'ka aðstaða til lífsins, sem skapaði djúp á milli okkar. Pála hafði lagað um sig í djúpum stól á móti mér. Hún leit á mig og mælti mjúkum, skýrum rómi: — Þegar ég var tæplega átján ára, liafði ég lofazt Ólafi frænda mínum. Ég veit það ekki ennþá, livers vegna ég hét honum eiginorði. Einhvern veginn fannst mér það alveg sjálfsagt að taka honum. Hann var óspar á gullhamrana við mig, og mér fannst ég myndi standa í þeiin þætti ævintýrsins, sem allar stúlkur myndu sækjast eftir. Við sögðum engum frá þessari trúlofun okkar. Hann hafði stungið upp á því við mig, að þessi sain- dráttur okkar yrði algjörlega leynilegur, minnsta kosti til þess dags, sem ég yrði átján ára. Ólafur var glæsilegur piltur. Þó hefði ég viljað hafa hann ineð

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.