Eimreiðin - 01.07.1949, Blaðsíða 38
190
KONAN Á STAKKSTÆÐINU
EIMREIÐIN
Framundan mér sá ég löngu hafskipabryggjuna, um leið og
ég beygði af götunni, upp að húsi Ólafs, sem ég sá móta fyrir í
rökkrinu, þar sem það stóð uppi í brekkunni. Nú sá ég stóra
gluggann í stofunni, sem Ólafur var oftast vanur að sitja í á
kvöldin. Ég sá hvergi ljós í gluggunum, sem snéru fram að göt-
unni eða stígnum. En mér varð starsýnt á stóru stofurúðuna. En
livað mér sýndist liún vera allt öðru vísi en ég átti von á!
Hvaðan kom þessi glampi á gluggann? Líklega að innan, og
þó var þetta engin venjuleg birta af lampaljósi. En þá sá ég, að
rúðurnar voru hvítar af lirími. -— Af lirími, segi ég, og þó var
frostlaust veður og milt. Það gat eins verið lirím á glugga í júlí-
mánuði eins og í kvöld.
Og þarna kom mynd Ólafs, unnusta míns, fram á rúðunni. Ég
vissi um leið, hvaðan liann liafði komið. Hann kom úr ytra horni
stofunnar, þaðan sem pálminn stóð. En hvað mynd hans kom
skýrt fram á rúðunni. Og nú sá ég aðra mannveru koma beint á
móti lionum, úr innri stofunni, sem kallað var.
Þetta var kona. Hár hennar féll í tveimur fléttum niður á
bakið.
Áður en hún komst alveg til Ólafs, rétti liann fram báðar
hendurnar og dró hana til sín. Hver skyldi liún vera, þessi ókunna
stúlka, hugsaði ég, um leið og ég sá, hvernig hann þrýsti henni
að barmi sínum.
Ég var með engin hróp eða köll, og í sjálfu sér fannst mér
þetta allt saman eðlilegt. Ég gat ekki verið eftir lians skapi. Hann
vildi banna mér þetta eina ósjálfráða, sem ég hafði hlotið og
þegar oft átt í haráttu út af, — en sem ég gat þó ekki gert neitt að.
Ennþá einu sinni virti ég þau fyrir mér, þessi tvö. Ég sá atlot
þeirra hvort til annars, og allt í einu fannst mér það ólög, að
þau skyldu sjást á stóru rúðunni. Því máttu þau ekki vera óséð?
Ég horfði annars hugar niður á götuna. Reynsla mín var allt
í einu orðin víðtæk. Það munaði mjóu, hugsaði ég, að óþroskaðar
tilfinningar mínar gerðu mér ekki ævarandi óleik. Hvernig átti
ég að útskýra það fyrir foreldrum mínum, að nokkuð væri á
milli okkar Ólafs? Hvers vegna liafði ég aldrei fxmdið fjarstæð-
una í þessu áður?
Ég var ekki einu sinni hrygg, þegar ég leit aftur upp í glugg-
ann. Nú var ekki neitt óvenjulegt að sjá á rúðunni. Þarna blasti