Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1949, Qupperneq 46

Eimreiðin - 01.07.1949, Qupperneq 46
198 ÍSLAND OG GRÆNLAND EIMREIÐIN mála. Það er sjálfsagt, að slíkur sáttmáli tók yfir allt hið íslenzka þjóðfélag. 1 sáttmálanum finnast einnig merki þess, því fyrir- mælin urn Grænland í sáttmálanum frá 1016—’23 eru tekin upp í Gamla sáttmála, og í Gizurarsáttmála og í eiðstafnum við liaim, svo og í flestum textum og eiðstöfum þessara svörðu skjala, sverja Islendingar konungi lönd og þegna, er tekur öll tvímæli af um það, að hér sé um meira en Island eitt að ræða. Hið sama kemur fram í einvaldsskuldbindingunni í Kópavogi 1662. Þar lætur Friðrik III. Islendinga sverja sér „hans erfðarétt til Islands og þess undirliggjandi eylanda og eyja“, og er Grænland eitt af þeim. Aldrei hefur nokkur konungur á Grænlandi liylltur verið og því aldrei komizt þar til valda, nema konungshyllingarnar á ís- landi hafi Iiaft gildi fyrir Grænland. Norskar konungshyllingar höfðu ekki gildi lengra en vestur á mitt haf í átt til Islands. Fyrir einveldið töldu konungarnir sig ótal sinnum erfðakon- unga Grænlands. Þá eru þeir að stagast á því, að þenna rétt hafi þeir samkvæmt réttarheimildum, en þær voru og geta engar aðrar verið en Gamli sáttmáli, konungserfðatalið í Jónsbók og hyllingar þær, sem þeir höfðu fengið á Islandi. Konungarnir eru með öðrum orðum að stagast á því, að Grænland sé nýlenda Is- lands. Er konungarnir mýmörgum sinnum eftir 1662 kalla sig erfða- og einvaldskonunga Grænlands, er erfðatilkall þeirra óbreytt, en einveldið hafa þeir og geta aðeins liaft úr íslenzku einvaldsskuld- bindingunni, er hlaut, sem öll önnur íslenzk lög, að gilda fyrir Grænland, jafnvel þótt ekkert innskot um undirliggjandi eylönd og eyjar hefði verið í liana sett. Úr norsku einvaldsskuldbind- ingunni gat konungur ekki liaft þenna einvaldsrétt, þar sem engin norsk lög hafa nokkru sinni gilt fyrir vestan mitt haf, og norskt löggjafarvald hefur aldrei náð lengra en vestur að miðju hafi. Auk þess var norsku einvaldsskuldbindingunni aðeins ætlað að gilda í Noregi sjálfum, svo árið eftir var sérstök einvaldsskuld- binding send til Færeyja. Þessu íslenzka einveldi yfir Grænlandi hefur konungur enn ekki afsalað sér í hendur íslenzku þjóðarinnar, og er þó mál til komið. Hinum íslenzka yfirráðarétti yfir Grænlandi hefur sífellt verið haldið við. Það verður ekki sannað, að íslenzka bændabyggðin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.