Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1949, Page 48

Eimreiðin - 01.07.1949, Page 48
200 ÍSLAND OG GRÆNLAND EIMREIÐIN sjóliSsforingi þóttist 1830 ekki liafa fnndið íslenzka byggð á kafla af au8turströndinni syðst, er hann fór þar um, dró það úr þessari trú. Og er G. Holm og Garde fóru strandleiðis norður í Krosseyjar 1884—’85 og töldu sig enga íslendingabyggð hafa fundið, var þessi trú á Eystribyggð á Austur-Grænlandi svo til dauðadæmd í Danmörku. En í Svíþjóð hélt A. E. Nordenskiöld fast við hina gömlu skoðun, svo og fleiri menn. Og liér á Islandi breiddist nýja kenningin fyrst út með bæklingi þeirra Helga Péturssonar og Finns Jónssonar: Grænland að fornu og nvju, er barst út um Island snemma á 20. öld. Sannleikurinn er sá, að hinir íslenzku íbúar Grænlands hættu smátt og smátt landbúnaði og gerðust veiði- og fiskimenn og dreifðu sér yfir inikil svæði á Grænlandi og í Vesturheimi. Þeir glötuðu tungu sinni og kristni og blönduðust lítið eitt skrælingj- um, kolsvartri, huglausri, duglausri og siðlausri dvergþjóð, er bjó í jarðholum, sem enn eru til. Hinni verklegu inenningu ís- lendinga lialda þeir ennþá, en liafa glatað flestu því, er geymdist á íslenzkri tungu. Á 19. öld fór meginorka íslenzku þjóðarinnar í stjórnarskrár- baráttuna. Á þeirri öld samantók þó Finnur Magnússon Grönlands historiske Mindesmærker, mesta og bezta lieimildarrit, sem til er um sögu Grænlands. Þá sýndi og Vilhjálmur Finsen fram á það í Grágásarútgáfu sinni, að Grænland hefði verið nýlenda Islands í fomöld. Fram til þessa tíma hefur konungur Islands ríkt á Grænlandi sem einvaldsherra og stjórnað landinu frá Islandsskrifstofuin sínum í Kaupmannaliöfn, meðan þær voru þar. En er þær voru komnar lieim til Reykjavíkur án þess að Grænlandsmálin fylgdu með, fann danska ríkisþingið upp á því að fara að setja dönsk lög fyrir Grænland. En fram til þess tíma var öll löggjöf Græn- lands íslenzk. Þessi ílilutun Danmerkur í málefni Islands er lög- laust þjóðréttarbrot og veitir Danmörku sízt nokkurn lagarétt til Grænlands. Konungur afsalaði sér nokkru af liinu íslenzka einveldi sínu með stjórnarskránni 1874, nokkru í viðbót 1903—’04 og enn meiru 1918. En yfir þeim málum, sem Island fékk ekki í sínar hendur 1918, var konungur einvaldur sem áður, þar á meðal yfir Grænlandi. En herfilega liefur konungur brotið Gamla sátt-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.