Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1949, Side 49

Eimreiðin - 01.07.1949, Side 49
eimreiðin ÍSLAND OG GRÆNLAND 201 roála í meðferð sinni á Grænlandi, eða ná íslenzkir menn n'u þar íslenzkum lögum? Það er augljóst mál, að eins og Grænland fylgdist með Islandi undir krónu Noregs 1262—’64 og með Islandi frá krónu Noregs til krónu Danmerkur 1814—’21, eins á það nú að fylgjast með Islandi burt frá Danmörku. Lausn Grænlandsmálsins ber nú harkalega að dyrum hér á landi með fleiru en einu móti. Island á nú í notkun og í smíðum 8vo mikinn fiskiflota, að þorskstofninn við Island þolir ekki meiri veiði en þessi floti getur afkastað. En þjóð vor vex, og það verður að byggja fleiri og stærri skip, en aflinn á hvert skip Idýtur að hraðminnka, því fleiri sem skipin verða. Og um fram þetta flykkjast hingað á miðin hundruð erlendra fiskiskipa, sem eru vel á vegi með að breyta fiskigrunnunum við Island í sömu eyðimörk sem þau eru búin að gera hin fyrrum auðugu fiski- grunn við Færeyjar. Grænlandsmiðin eru nú orðin einasti vaxtar- °g lífsmöguleikinn fyrir íslenzku útgerðina. Allir hljóta að skilja, livað í þessu felst, líf eða dauði fyrir afkomu íslenzks almennings! Vor bláfátæka og marghrjáða þjóð má heldur ekki við því að gefa Dönum öll námuauðæfi Grænlands eins og uppbót á fyrri viðskipti: kryolit (útborgaður hreinn arður af hlutabréfum þeirr- ar námunnar, sem starfrækt er, var á fjárlögum Dana fyrir 1946 aætlaður 9 millj. og 600 þús. d. kr.), kopar, ágætt og mikið asbest, agætt og mikið grafit, gull, silfur (séra Ivar Bárðarson segir ca. 1360, að mikil gnótt sé af silfurmálminum á Grænlandi), heil Ijöll og eyjar úr allavega litum marmara, úraníum, óhemjumiklar l’lýnámur, steinolíu, tröllaukin kolalög og járnnámur o. s. frv. Mann hreint og beint sundlar af þessurn miklu námuauðæfum, er tekið er tillit til þess, að málmleit á Grænlandi er nú rétt fyrst að byrja. Dýrmæti þessara námuauðæfa fyrir land vort er niargfalt vegna þess, að hér er mikið auðvirkjanlegt vatnsafl við Jslausar, sjálfgerðar hafnir við ódýrustu flutningabraut út um allan lieim, hið frjálsa haf. Ásamt vatnsaflinu mynda þessi námu- auðaefi skilyrði fy rir stóriðnaði og liámenningu á Islandi. Sýnist þér, lesandi góður, að þetta skipti nokkru máli, og sértu ekki þess hug ar að vilja gefa Dönum allt nema basaltklettana kér, þá láttu Grænlandsmálið til þín taka og beittu þér af öllum hug 0g öllu afli fyrir rétti og sóma þíns föðurlands.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.